Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Leikskólinn 101 Forstjóri Barnaverndarstofu segir hugsanlega heppilegra að lögregla taki strax upp rannsókn á meintu ofbeldi á leikskólanum 101. Fréttablaðið/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir að þegar ásakanir eru uppi um jafn víðtæk ofbeldisbrot og í þessu máli, sé hugsanlega skynsamlegt að tryggja að farið sé að öllum reglum réttarríkisins um málsmeðferð um rannsókn sakamála. „Til hliðsjónar af því held ég að það hefði verið réttast að lögreglan hefði verið kölluð til í upphafi,“ bætir Bragi við, en undirstrikar að með þessum orðum sé hann ekki að gagnrýna Barnavernd Reykjavíkur fyrir störf sín. Tveir starfsmenn hafa verið sendir í leyfi vegna gruns um að hafa beitt börnin, sem eru á aldrinum níu mánaða til eins og hálfs árs, ofbeldi. Það voru sumarstarfsmenn sem tóku upp myndbönd og afhentu barnavernd. Á Vísi í gær kom meðal annars fram í samtali við annan sumarstarfsmanninn að þeir hefðu tekið upp þrjú til fjögur myndbönd sem sýni „slæmt“ ofbeldi gegn börnum. Þar á meðal sé upptaka af starfsmanni leikskólans að rassskella barn. Bragi segir að málið sé afar ólíkt þeim sem upp hafa komið áður. Komið hafi upp tilvik þar sem einstaklingar eru grunaðir um ofbeldi og þá er þeim vísað frá störfum samstundis. Í þessu tilfelli er þó heilli stofnun lokað. „Og það bendir til þess að málið sé þannig vaxið að það sé grunur um kerfisbundið ofbeldi gegn börnum,“ segir Bragi. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við Fréttablaðið að stofnunin sé að kanna málið og að ekki hafi þótt ástæða til þess að tilkynna málið til lögreglu strax. Það verður ekki gert nema rökstuddur grunur sé uppi um að starfsmennirnir hafi sannarlega beitt börnin ofbeldi. Halldóra veit ekki til þess að foreldrar hafi sjálfir kært málið til lögreglu, en bætir við að þeim sé að sjálfsögðu frjálst að gera það. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert foreldri kært málið þangað. Þar á bæ fengust einnig þau svör að beðið væri eftir niðurstöðum könnunar Barnaverndarnefndar um það hvort sakamálarannsókn hæfist á málinu.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira