Innlent

Verða sjálfir að finna lausnir

Valur Grettisson skrifar
Foreldrar ungbarna á 101 leikskóla á Bræðraborgarstíg verða sjálfir að finna lausnir sem henta þeim varðandi dagvistun. Borgin mun þó leita allra leiða til að aðstoða foreldra í leit þeirra að dagvistunarúrræðum.

Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi með foreldrum barna á leikskólanum á mánudaginn. Foreldrar barnanna sem voru í vistun á leikskólanum krefjast þess að börnum þeirra verði boðin forgangspláss á öðrum leikskólum borgarinnar og segja að það sé skylda borgaryfirvalda í ljósi þess að grunur er uppi um að börnin hafi verið beitt ofbeldi eða harðræði.

Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sagði á fundinum að fyrir lægi að stefna borgarinnar væri sú að bjóða þeim sem yrðu tveggja ára á árinu leikskólapláss.

Fáein börn af því 31 sem var á leikskólanum eru að komast á þann aldur að eiga rétt á dagvistun í borgarreknum leikskólum.

Annar fundur verður haldinn í dag með foreldrum barna sem voru með börn sín á leikskólanum frá janúar 2013 fram í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×