Reynir við Noreg í annað skipti Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2013 06:30 Markavélin Telma Hjaltalín flytur í annað sinn til Noregs. fréttablaðið/stefán „Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldunni,“ segir Telma Hjaltalín, sem gekk í raðir norsku meistaranna í Stabæk í vikunni en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu í sumar. Foreldrar hennar eru búsettir í Noregi og spilaði það stórt hlutverk í ákvörðun hennar. Telma hefur átt flott tímabil og skorað átta mörk fyrir liðið. Hún var ekki með liðinu gegn Stjörnunni í vikunni en þá tapaði Afturelding illa, 7-1. Telma missir einnig af lokaleiknum gegn HK/Víkingi í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. „Fyrir tveimur árum var ég ekki almennilega tilbúin til að taka þetta skref en núna held ég að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Telma sem er aðeins 18 ára gömul. Framherjinn lék áður með Stabæk árið 2011 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Stabæk er norskur meistari í knattspyrnu og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á Lilleström. „Þetta er stór klúbbur með ótrúlega góða aðstöðu svo það er allt til.“ Þessi unga knattspyrnukona setur markið hátt og ætlar sér stóra hluti. „Ég hef verið í yngri landsliðum Íslands en núna er markmið mitt að komast í A-landsliðið og það að vera komin í lið eins Stabæk mun klárlega hjálpa mér í því að ná markmiðum mínum. „Vonandi næ ég að taka þátt í einhverjum leikjum með liðinu á þessu tímabili,“ segir Telma. Stabæk leikur við Klepp á morgun í norsku deildinni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
„Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldunni,“ segir Telma Hjaltalín, sem gekk í raðir norsku meistaranna í Stabæk í vikunni en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu í sumar. Foreldrar hennar eru búsettir í Noregi og spilaði það stórt hlutverk í ákvörðun hennar. Telma hefur átt flott tímabil og skorað átta mörk fyrir liðið. Hún var ekki með liðinu gegn Stjörnunni í vikunni en þá tapaði Afturelding illa, 7-1. Telma missir einnig af lokaleiknum gegn HK/Víkingi í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. „Fyrir tveimur árum var ég ekki almennilega tilbúin til að taka þetta skref en núna held ég að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Telma sem er aðeins 18 ára gömul. Framherjinn lék áður með Stabæk árið 2011 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Stabæk er norskur meistari í knattspyrnu og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á Lilleström. „Þetta er stór klúbbur með ótrúlega góða aðstöðu svo það er allt til.“ Þessi unga knattspyrnukona setur markið hátt og ætlar sér stóra hluti. „Ég hef verið í yngri landsliðum Íslands en núna er markmið mitt að komast í A-landsliðið og það að vera komin í lið eins Stabæk mun klárlega hjálpa mér í því að ná markmiðum mínum. „Vonandi næ ég að taka þátt í einhverjum leikjum með liðinu á þessu tímabili,“ segir Telma. Stabæk leikur við Klepp á morgun í norsku deildinni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira