Menning

Gengið frá Bertel til Bríetar

Jón Karl Helgason
Jón Karl Helgason
Jón Karl Helgason leiðir í dag bókmennta- og sögugöngu um miðborg Reykjavíkur. Hann hefur nýlega sent frá sér bókina Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga þar sem fjallað er um það hvernig minning markverðra einstaklinga, ekki síst skálda og listamanna, hefur verið ræktuð opinberlega hér á landi á síðari öldum.



Safnast verður saman við Hljómskálann klukkan 15 og byrjað á því að heimsækja myndhöggvarann Bertel Thorvaldsen og þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Þaðan verður gengið meðfram Tjörninni niður á Austurvöll og svo áfram að Stjórnarráðinu við Lækjargötu og að Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, en göngunni lýkur í Þingholtunum þar sem finna má nýlegt minnismerki um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×