Menning

Hver er höfundur 1001 nætur?

Mazen Maarouf, sem er frá Palestínu, og Juan Roman, sem kemur frá Kólumbíu, spjalla fram og aftur um sagnasafnið 1001 nótt í Gerðubergi.
Mazen Maarouf, sem er frá Palestínu, og Juan Roman, sem kemur frá Kólumbíu, spjalla fram og aftur um sagnasafnið 1001 nótt í Gerðubergi.
Síðasta laugardag hvers mánaðar flytur Café Lingua sig í Gerðubergssafn. Laugardaginn 28. september verður þar dagskrá um 1001 nótt í samstarfi við rithöfundana Mazen Marouf og Juan Román. Meðal annars velta þeir félagar því fyrir sér hver sé höfundur þessa fræga sagnasafns.



Mazen Maarouf, sem er frá Palestínu, og Juan Roman, sem kemur frá Kólumbíu, spjalla fram og aftur um sagnasafnið. Þeir munu leiða gesti í gegnum sögu þess og merkingu bæði í vestrænni og austrænni menningu og velta fyrir sér örlögum þess. Stuttir valdir kaflar úr verkinu verða lesnir og gestum boðið að taka þátt í opinni umræðu um textann. Dagskráin fer að langmestu leyti fram á ensku en einnig að hluta á spænsku, arabísku og íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×