Knattspyrnumót í Katar gæti kostað þúsundir lífið Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. september 2013 07:00 Emírinn af Katar, Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Mynd/AP Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Aðstæður verkamanna, sem vinna við byggingar og annan undirbúning heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2022, eru það erfiðar að þúsundum þeirra er lífshætta búin. Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), segir að hundruð manna láti lífið á ári hverju vegna erfiðra aðstæðna. Mennirnir eru margir látnir vinna í steikjandi hita langan vinnudag á litlu kaupi og réttindalausir. Nú þegar séu um 1,2 milljónir erlendra verkamanna í Katar og þeim muni fjölga mjög þegar hafist verður handa við að reisa íþróttavelli, hótel og aðrar byggingar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Búast megi við því að fjögur þúsund verkamannanna hið minnsta falli í valinn fram til ársins 2022, þegar halda á mótið, verði ekki gerðar breytingar á vinnuaðstæðum þeirra. Í yfirlýsingu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) í gær segir að sambandið hafi miklar áhyggjur af fréttum um erfiðar vinnuaðstæður og réttindaleysi verkamanna sem vinna við undirbúning heimsmeistarakeppninnar í Katar. Í viðtali við breska blaðið The Guardian, sem birti í gær ítarlega frásögn af aðstæðum erlendra verkamanna í Katar, segir Jim Boyce, varaforseti FIFA, að sambandið verði að kanna þetta án tafar. Burrow sakar hins vegar FIFA um þátttöku í samsæri með stjórnvöldum í Katar um að viðhalda óbreyttu ástandi. Hún segir að á fundi í nóvember árið 2011 hafi FIFA lofað að gera eitthvað innan hálfs árs varðandi vinnuaðstæður verkamanna. Ekki hafi verið staðið við þau loforð. „Ef FIFA er í raun alvara myndi ákvörðunarvald þeirra um að annaðhvort verði heimsmeistaramótið haldið við mannsæmandi aðstæður eða hætt verði við duga til þess að fá Katarbúa til að setjast niður til að ræða málin,“ segir Burrow. Í yfirlýsingu FIFA segir að aftur verði haft samband við stjórnvöld í Katar. Málið verði einnig rætt á fundi framkvæmdastjórnar FIFA í næstu viku.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira