Menning

Óbirt smásaga Hemingways í Guardian

Ernest Hemingway
Ernest Hemingway
Smásaga sem Hemingway skrifaði árið 1924 en aldrei var birt hefur loks komið fyrir sjónir lesenda.

Sagan heitir „My Life in the Bull Ring with Donald Ogden Stewart“ og var skrifuð eftir ferð Hemingways til Spánar og fyrstu upplifun hans af nautaati. Hann heillaðist af því við fyrstu sýn og það varð upphafið að ævilöngu ástarævintýri.

Sagan birtist á vefsíðu breska blaðsins The Guardian í fyrradag og þar geta áhugasamir kynnst nýrri og flippaðri hlið á Hemingway.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.