Innlent

Borgarstjórn gegn launamun kynjanna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jón Gnarr
Jón Gnarr
Tillögur Jóns Gnarr borgarstjóra um aðgerðir í ellefu liðum til þess að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg verða ræddar á fundi borgarstjórnar í dag. Í október 2012 var leiðréttur launamunur á heildarlaunum kynjanna 5,8 prósent.

Aðgerðahópur um kynbundinn launamun sem borgarstjóri skipaði í apríl 2012 skilaði skýrslu í byrjun september og eru tillögur borgarstjóra byggðar á henni.

Samkvæmt tillögunum verður núverandi fyrirkomulag fastra yfirvinnusamninga endurskoðað en launamunurinn birtist helst í yfirvinnu- og akstursgreiðslum. Einnig stendur til að innleiða kynhlutlaust viðbótarlaunakerfi, aðgengi að upplýsingum um laun og þróun launa stórbætt og stjórnendur koma til með að fá fræðslu með reglubundnum hætti.

Launamunur hjá Reykjavíkurborg hefur minnkað síðan 2009. Í krónum talið úr 48.654 krónum í 35.944 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×