Íslenskir skór fra Kron by KronKron á skósafn á ítalíu 11. október 2013 00:00 Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson á sýningu á Ítalíu. Þetta er búið að vera svaka spennandi og þetta er mikill heiður fyrir okkur. Það er gott að fá klapp á bakið og ekki sakar að geta heimsótt skóna eftir 50 ár,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi Kron by KronKron. Hún hefur að undanförnu verið ásamt Magna Þorsteinssyni, eiginmanni sínum, verið í Mílanó og París að kynna sumarlínu Kron by KronKron fyrir árið 2014. „Við erum búin að vera í þriggja vikna törn sem byrjaði í Mílanó þar sem okkur hlotnaðist sá heiður að vera tekin inn á þekktasta skósafn Ítalíu sem er í kastala fyrir utan Mílanó. Þar eru skórnir okkar komnir á safn til frambúðar og sitja við hlið skópara helstu skóhönnuða heims á borð við Chanel, Christian Louboutin, Louis Vuitton og Manolo Blahnik,“ útskýrir hún. Það er Amand Pollini sem er maðurinn á bak við skósafnið og er hann mjög þekktur í skóbransanum. Síðustu þrjú ár hefur hann heimsótt Kron by KronKron á sýningar í Mílanó og hefur því fylgst grannt með hönnun þeirra. Fram að áramótum er sýningin á opnu svæði en svo munu skórnir færast inn í lokaða glerskápa og vera þar til sýnis um ókomin ár. Hugrúnu og Magna hefur einnig verið boðið með skóhönnun sína á skósafn sem Salvatore Ferragamo og Harpers Bazaar eru að opna. Það skósafn verður opnað í október með sýningu í Mexíkó og mun ferðast til þrettán borga um heim allan. „Þetta er auðvitað bara alveg frábær viðurkenning fyrir okkur, að okkur skuli vera boðið að vera þarna inni. Sumarlína okkar fyrir árið 2014 er allt annað en einföld og gífurleg vinna liggur að baki henni. Það er því mikil gleði og þakklæti hjá okkur að sjá árangurinn.“ Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þetta er búið að vera svaka spennandi og þetta er mikill heiður fyrir okkur. Það er gott að fá klapp á bakið og ekki sakar að geta heimsótt skóna eftir 50 ár,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi Kron by KronKron. Hún hefur að undanförnu verið ásamt Magna Þorsteinssyni, eiginmanni sínum, verið í Mílanó og París að kynna sumarlínu Kron by KronKron fyrir árið 2014. „Við erum búin að vera í þriggja vikna törn sem byrjaði í Mílanó þar sem okkur hlotnaðist sá heiður að vera tekin inn á þekktasta skósafn Ítalíu sem er í kastala fyrir utan Mílanó. Þar eru skórnir okkar komnir á safn til frambúðar og sitja við hlið skópara helstu skóhönnuða heims á borð við Chanel, Christian Louboutin, Louis Vuitton og Manolo Blahnik,“ útskýrir hún. Það er Amand Pollini sem er maðurinn á bak við skósafnið og er hann mjög þekktur í skóbransanum. Síðustu þrjú ár hefur hann heimsótt Kron by KronKron á sýningar í Mílanó og hefur því fylgst grannt með hönnun þeirra. Fram að áramótum er sýningin á opnu svæði en svo munu skórnir færast inn í lokaða glerskápa og vera þar til sýnis um ókomin ár. Hugrúnu og Magna hefur einnig verið boðið með skóhönnun sína á skósafn sem Salvatore Ferragamo og Harpers Bazaar eru að opna. Það skósafn verður opnað í október með sýningu í Mexíkó og mun ferðast til þrettán borga um heim allan. „Þetta er auðvitað bara alveg frábær viðurkenning fyrir okkur, að okkur skuli vera boðið að vera þarna inni. Sumarlína okkar fyrir árið 2014 er allt annað en einföld og gífurleg vinna liggur að baki henni. Það er því mikil gleði og þakklæti hjá okkur að sjá árangurinn.“
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira