Mætti með skopparabolta á blaðamannafund Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 14. október 2013 07:30 Frá æfingu norska landsliðsins á Ullevaal-leikvanginum í gær. Mynd/Vilhelm Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira