Menning

Hvorki glæpasaga né ástarsaga og þó

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Árni Þórarinsson
Árni Þórarinsson
Glæpurinn: ástarsaga er ný bók Árna Þórarinssonar sem kemur út á þriðjudag. Þrátt fyrir nafnið segir Árni söguna falla  undir hvoruga skilgreininguna.

„Þetta er saga sem fjallar um afdrifaríkan sólarhring í lífi reykvískrar fjölskyldu í samtímanum, en teygir anga sína aftur til fortíðar,“ svarar Árni véfréttarlegur þegar spurt er um efni nýju bókarinnar. „Það er þarna glæpur, kannski fleiri en einn, og það er þarna ást en sagan fellur þó hvorki inn í hið hefðbundna form glæpasagna né ástarsagna.“



Og Einar vinur okkar blaðamaður er fjarri góðu gamni? „Já, það er nú þannig þegar maður er að skrifa að hugmyndirnar koma til manns óumbeðnar og þessi hugmynd féll hvorki að formi glæpasögunnar né tengdist hún Einari á nokkurn hátt. Hann er þó alls ekki dáinn, bíður þolinmóður á hliðarlínunni og á eflaust eftir að birtast aftur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×