Menning

Góðir danskir gestir hjá Gradualekórnum

Viborgs Domkirkes Ungdomskor. Kórfélagar eru á aldrinum 12 til 18 ára.
Viborgs Domkirkes Ungdomskor. Kórfélagar eru á aldrinum 12 til 18 ára.
Viborg Domkirkes Ungdomskor undir stjórn Jette Haslund Birch og Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar syngja bæði hvor í sínu lagi og saman í Langholtskirkju annað kvöld.

Saman syngja þeir Sofðu unga ástin mín og Sensommervise en meginverk tónleikanna er A Little Jazz Mass eftir John Rutter sem samin var árið 2004 og frumflutt í New Orleans sama ár.

Litla jazzmessan er samin við hinn sígilda latneska messutexta Kyrie, Gloria, Sanctus, Benedictus og Agnus Dei og sýnir hver kafli mismunandi stíltegundir djassins, svo sem „groove funk“, rokk, ballöðu og blues.

Á tónleikunum koma Tómas Guðni Eggertsson orgelleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari einnig fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×