Menning

Viðhalda tuttugu ára hefð

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
i Nemendurnir sem syngja eru allir á framhalds- eða háskólastigi í söngnáminu.
i Nemendurnir sem syngja eru allir á framhalds- eða háskólastigi í söngnáminu. Mynd/Jón Kristinn Cortez
Þetta er orðin tuttugu ára hefð,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík, um þann sið að nemendur skólans syngi einsöng í kirkjum á Reykjavíkursvæðinu nokkra sunnudaga í október og nóvember. „Upphaflega tengdum við þetta degi tónlistargyðjunnar Sesselju, sem er 22. nóvember, en kirkjurnar hafa náttúrulega alls kyns hefðir og við komum til móts við þær með því að færa sönginn á þann dag sem hentaði viðkomandi kirkju best.“



Það eru nemendur á framhalds- og háskólastigi í Söngskólanum sem sjá um sönginn. Þeir hafa þegar sungið tvo sunnudaga og munu halda því áfram næstu fjóra. Elísabet F. Eiríksdóttir, kennari við skólann, hefur veg og vanda af öllum undirbúningi.



Aðspurð segir Ásrún að ekki sé neitt niðurneglt hvaða tónlist nemendurnir syngja, en auðvitað sé miðað við það að hún hæfi kirkjulegum athöfnum, án þess þó að vera endilega hefðbundin kirkjutónlist. „Þau eru gjarnan með hluta úr óratoríum eða messum eftir bæði innlenda og erlenda höfunda og verkefnavalið er mjög breitt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×