Halda upp á 200 ára afmæli Verdis Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 12:00 Óp-hópurinn leggur mikinn metnað í sýningar sínar og nýtur í þetta sinn leiðsagnar Sveins Einarssonar leikstjóra. Fréttablaðið/Pjetur Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhúsið efna til söngveislu í Salnum annað kvöld í tilefni af 200 ára afmæli Verdis. "Við erum alltaf með sviðsett atriði á tónleikum okkar,“ segir Rósalind Gísladóttir, einn söngvaranna sem stíga á svið í veislunni, spurð hvort það sé vaninn hjá hópnum að vera með leikstjóra á tónleikum hjá sér. „Í þetta sinn er um alveg samhangandi sýningu að ræða. Við erum í búningum og með ljósameistara og Sveinn Einarsson, leikstjórinn okkar, samdi handrit sem tengir atriðin saman þar sem farið er yfir sögu Verdis.“ Í kynningu á tónleikunum vekur það sérstaka athygli að Verdi sjálfur hyggist vera viðstaddur veisluna, hvernig gengur það upp? „Hann mætir að sjálfsögðu í eigin afmælisveislu,“ segir Rósalind og hlær. „Það kemur í hlut Randvers Þorlákssonar að ljá honum líkama og rödd, en þetta er vissulega Verdi.“ Auk Rósalindar koma fram söngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir og Valdimar Hilmarsson. Meðleikari og æfingastjóri er Antonia Hevesi, sem er einn af stofnendum hópsins og hefur fylgt honum á þeim rúmlega 30 sýningum, tónleikum og uppákomum, sem hópurinn hefur staðið fyrir. Rósalind segir kvenhluta hópsins hafa verið hinn sama alveg frá upphafi en „strákarnir“ hafi komið og farið. „Svo fáum við líka leynigest í eitt atriðið,“ segir hún leyndardómsfull og neitar að segja meira um það mál. En er það vaninn að svona mikill viðbúnaður sé hafður á tónleikum hópsins? „Já,“ segir Rósalind. „Við höfum undanfarin ár unnið með leikstjórum og verið með sviðsettar senur. Auk þess settum við upp óperu Puccini, Suor Angelica í fyrra og Svar Maríu nú fyrr á þessu ári, þannig að við erum vaxandi hópur. Í vor ætlum við að setja upp barnaóperuna „Hans og Grétu“ eftir Engilbert Humperdinck.“ Leikstjóri í Salnum annað kvöld verður Sveinn Einarsson, en Páll Ragnarsson, fyrrverandi ljósameistari Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar, hannar lýsinguna. Samkvæmið hefst klukkan 20. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhúsið efna til söngveislu í Salnum annað kvöld í tilefni af 200 ára afmæli Verdis. "Við erum alltaf með sviðsett atriði á tónleikum okkar,“ segir Rósalind Gísladóttir, einn söngvaranna sem stíga á svið í veislunni, spurð hvort það sé vaninn hjá hópnum að vera með leikstjóra á tónleikum hjá sér. „Í þetta sinn er um alveg samhangandi sýningu að ræða. Við erum í búningum og með ljósameistara og Sveinn Einarsson, leikstjórinn okkar, samdi handrit sem tengir atriðin saman þar sem farið er yfir sögu Verdis.“ Í kynningu á tónleikunum vekur það sérstaka athygli að Verdi sjálfur hyggist vera viðstaddur veisluna, hvernig gengur það upp? „Hann mætir að sjálfsögðu í eigin afmælisveislu,“ segir Rósalind og hlær. „Það kemur í hlut Randvers Þorlákssonar að ljá honum líkama og rödd, en þetta er vissulega Verdi.“ Auk Rósalindar koma fram söngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir og Valdimar Hilmarsson. Meðleikari og æfingastjóri er Antonia Hevesi, sem er einn af stofnendum hópsins og hefur fylgt honum á þeim rúmlega 30 sýningum, tónleikum og uppákomum, sem hópurinn hefur staðið fyrir. Rósalind segir kvenhluta hópsins hafa verið hinn sama alveg frá upphafi en „strákarnir“ hafi komið og farið. „Svo fáum við líka leynigest í eitt atriðið,“ segir hún leyndardómsfull og neitar að segja meira um það mál. En er það vaninn að svona mikill viðbúnaður sé hafður á tónleikum hópsins? „Já,“ segir Rósalind. „Við höfum undanfarin ár unnið með leikstjórum og verið með sviðsettar senur. Auk þess settum við upp óperu Puccini, Suor Angelica í fyrra og Svar Maríu nú fyrr á þessu ári, þannig að við erum vaxandi hópur. Í vor ætlum við að setja upp barnaóperuna „Hans og Grétu“ eftir Engilbert Humperdinck.“ Leikstjóri í Salnum annað kvöld verður Sveinn Einarsson, en Páll Ragnarsson, fyrrverandi ljósameistari Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar, hannar lýsinguna. Samkvæmið hefst klukkan 20.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira