Kaupþing braut lög með fjármögnun Freyr Bjarnason skrifar 8. nóvember 2013 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson ræðir gang mála í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. fréttablaðið/gva Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. Hann var einn þeirra tíu sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al Thani-málinu í gær. Persson var einn þeirra sem sátu stjórnarfund Kaupþings í London 28. september 2008. Saksóknari spurði Persson, sem talaði í síma frá Stokkhólmi, hvort hann hafi vitað að kaupin höfðu verið fjármögnuð af bankanum sjálfum og svaraði hann því neitandi. „Við höfðum ekki þessar upplýsingar. Ég er sannfærður um að ef við hefðum fengið að vita í hvernig málum lá hefðum við gripið til aðgerða,“ sagði hann. Saksóknari spurði þá hvers vegna og svaraði hann: „Vegna þess að þetta var ekki löglegt.“ Fram kom í vitnisburði Persson og annarra fyrrum stjórnarmanna sem báru vitni í gær að þeir töldu viðskiptin við Al Thani á sínum tíma vera góð fyrir bankann, enda hafi verið markmiðið að laða að fleiri erlenda fjárfesta. Aðspurður hvenær honum hafi verið kunnugt um kaup Al Tani á 5,01% hlut í Kaupþingi sagði hann: „Stjórnin fékk upplýsingarnar um viðskiptin á sama tíma og almenningur, í fréttatilkynningu sem var birt.“ Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverand forstjóra Kaupþings, spurði Persson hvort einstök lánamál eða hlutabréfaviðskipti hafi almennt verið rædd á stjórnarfundum og sagði hann svo ekki vera. Lánanefnd Kaupþings hafi verið með slík mál á sinni könnu. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum. Hann var einn þeirra tíu sem báru vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í Al Thani-málinu í gær. Persson var einn þeirra sem sátu stjórnarfund Kaupþings í London 28. september 2008. Saksóknari spurði Persson, sem talaði í síma frá Stokkhólmi, hvort hann hafi vitað að kaupin höfðu verið fjármögnuð af bankanum sjálfum og svaraði hann því neitandi. „Við höfðum ekki þessar upplýsingar. Ég er sannfærður um að ef við hefðum fengið að vita í hvernig málum lá hefðum við gripið til aðgerða,“ sagði hann. Saksóknari spurði þá hvers vegna og svaraði hann: „Vegna þess að þetta var ekki löglegt.“ Fram kom í vitnisburði Persson og annarra fyrrum stjórnarmanna sem báru vitni í gær að þeir töldu viðskiptin við Al Thani á sínum tíma vera góð fyrir bankann, enda hafi verið markmiðið að laða að fleiri erlenda fjárfesta. Aðspurður hvenær honum hafi verið kunnugt um kaup Al Tani á 5,01% hlut í Kaupþingi sagði hann: „Stjórnin fékk upplýsingarnar um viðskiptin á sama tíma og almenningur, í fréttatilkynningu sem var birt.“ Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverand forstjóra Kaupþings, spurði Persson hvort einstök lánamál eða hlutabréfaviðskipti hafi almennt verið rædd á stjórnarfundum og sagði hann svo ekki vera. Lánanefnd Kaupþings hafi verið með slík mál á sinni könnu.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira