Makríll: 45 milljarða kr. vinningur Kristinn H.Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Þegar verst stóð á eftir bankahrunið fengu Íslendingar einstæðan happafeng. Ný verðmæt fiskitegund, makríllinn, tók að veiðast í miklu magni. Frá 2010 hafa veiðst 550-600 þúsund tonn og útflutningsverðmætið er um 70 milljarðar króna. Þetta bætist við góða afkomu sjávarútvegsins síðan 2008 af hefðbundnum veiðum vegna lágs gengis krónunnar. Ekki hefur þurft að leggja út í neina fjárfestingu til þess að ná í þessa 70 milljarða króna. Skip, veiðarfæri og annar búnaður er þegar til staðar og greiddur af öðrum veiðum og vinnslu. Einu útgjöldin vegna makrílsins eru breytilegur kostnaður, einkum laun og olía. Fái útgerð tekjur sem greiða breytilega kostnaðinn, er hver króna umfram það ávinningur og það borgar sig að stunda veiðarnar. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og opinberum gögnum Hagstofunnar má ætla að breytilegi kostnaðurinn sé um 37% af útflutningsverðmæti makríls. Hagnaðurinn frá 2010 hefur því orðið samtals um 45 milljarðar króna. Greiðslur fyrir veiðiréttinn urðu hins vegar aðeins um 2,4 milljarðar króna. Skipting ágóðans milli ríkis og útgerðarinnar var 95%:5%, útgerðinni í vil. Makríllinn er ekki í kvóta, enginn kostnaður hefur fallið til. Makríllinn er alger viðbót utan við kerfið. Verðið sem útgerðin hefði séð sér hag í að greiða fyrir veiðiréttinn á markaði hefði verið allt að öllum tekjum umfram breytilegan kostnað. Veiðiréttinn er hægt að verðleggja á markaði eins og útgerðarmenn gera fyrir kvótabundnar tegundir. Gefum okkur að niðurstaðan hefði orðið að greiða 80% af hagnaðinum fyrir veiðiréttinn. Þegar makríllinn verður kominn inn í kvótakerfið mun þetta verða a.m.k. verðið fyrir veiðiréttinn. Þá hefði ríkið fengið 34 milljarða króna í stað 2,4 milljarða kr. og hagnaður af makrílveiðunum og -vinnslunni samt orðið um 8.5 milljarðar króna. Síðasta ríkisstjórn hefði hæglega getað sótt þessar tekjur, en ákvað að skilja þær eftir í vösum eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ávinningurinn af makrílnum hefði getað hlíft heilbrigðiskerfinu og almannatryggingum við niðurskurði síðustu ár. Tækifærið var ekki nýtt. Það er sár niðurstaða fyrir almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar verst stóð á eftir bankahrunið fengu Íslendingar einstæðan happafeng. Ný verðmæt fiskitegund, makríllinn, tók að veiðast í miklu magni. Frá 2010 hafa veiðst 550-600 þúsund tonn og útflutningsverðmætið er um 70 milljarðar króna. Þetta bætist við góða afkomu sjávarútvegsins síðan 2008 af hefðbundnum veiðum vegna lágs gengis krónunnar. Ekki hefur þurft að leggja út í neina fjárfestingu til þess að ná í þessa 70 milljarða króna. Skip, veiðarfæri og annar búnaður er þegar til staðar og greiddur af öðrum veiðum og vinnslu. Einu útgjöldin vegna makrílsins eru breytilegur kostnaður, einkum laun og olía. Fái útgerð tekjur sem greiða breytilega kostnaðinn, er hver króna umfram það ávinningur og það borgar sig að stunda veiðarnar. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og opinberum gögnum Hagstofunnar má ætla að breytilegi kostnaðurinn sé um 37% af útflutningsverðmæti makríls. Hagnaðurinn frá 2010 hefur því orðið samtals um 45 milljarðar króna. Greiðslur fyrir veiðiréttinn urðu hins vegar aðeins um 2,4 milljarðar króna. Skipting ágóðans milli ríkis og útgerðarinnar var 95%:5%, útgerðinni í vil. Makríllinn er ekki í kvóta, enginn kostnaður hefur fallið til. Makríllinn er alger viðbót utan við kerfið. Verðið sem útgerðin hefði séð sér hag í að greiða fyrir veiðiréttinn á markaði hefði verið allt að öllum tekjum umfram breytilegan kostnað. Veiðiréttinn er hægt að verðleggja á markaði eins og útgerðarmenn gera fyrir kvótabundnar tegundir. Gefum okkur að niðurstaðan hefði orðið að greiða 80% af hagnaðinum fyrir veiðiréttinn. Þegar makríllinn verður kominn inn í kvótakerfið mun þetta verða a.m.k. verðið fyrir veiðiréttinn. Þá hefði ríkið fengið 34 milljarða króna í stað 2,4 milljarða kr. og hagnaður af makrílveiðunum og -vinnslunni samt orðið um 8.5 milljarðar króna. Síðasta ríkisstjórn hefði hæglega getað sótt þessar tekjur, en ákvað að skilja þær eftir í vösum eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna. Ávinningurinn af makrílnum hefði getað hlíft heilbrigðiskerfinu og almannatryggingum við niðurskurði síðustu ár. Tækifærið var ekki nýtt. Það er sár niðurstaða fyrir almenning.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar