Fimmfalt fleiri póstsendingar frá Kína en í fyrra Þorgils Jónsson skrifar 16. nóvember 2013 00:00 Póstsendingum frá Kína hefur fjölgað gífurlega það sem af er ári. Álagið á starfsfólk Póstsins hefur því aukist verulega. FRéttablaðið/Arnþór Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“ Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira