Nýtt aðalskipulag samþykkt í Reykjavík Eva Bjarnadóttir skrifar 27. nóvember 2013 11:00 Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum." Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum."
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira