Nýtt aðalskipulag samþykkt í Reykjavík Eva Bjarnadóttir skrifar 27. nóvember 2013 11:00 Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira