Menning

Listin bara flýtur fram

"Ég hef fengist við listmálun í allnokkur ár, eða aðeins lengur en það,“ segir Aðalsteinn.
"Ég hef fengist við listmálun í allnokkur ár, eða aðeins lengur en það,“ segir Aðalsteinn. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég hef fengist við listmálun í allnokkur ár eða aðeins lengur en það,“ segir Aðalsteinn Eyþórsson, þegar heilsað er upp á hann í Anarkíu listasal, norðanvert í Hamraborginni.

Hann er að hengja upp verk sín á samsýningu ellefu listamanna sem verður opnuð í dag. Það eru olíumálverk frá þriggja ára tímabili, ýmist máluð á striga eða krossvið. Hann kveðst hafa fengist við listmálun í allnokkur ár eða aðeins lengur en það. Listastefnan er samt frekar óljós að hans sögn. „Algengt er að list núna sé svo mikið hugsuð, jafnvel djúphugsuð. Mín er frekar vanhugsuð. Flýtur bara fram,“ segir hann kæruleysislega.



Aðalsteinn er meðal sjö kvenna og fjögurra karla með sýninguna í Anarkíu. Hvert og eitt þeirra fékk sinn vegg, misstóra – en veglega samt. Aðalsteinn segir um reynt fólk að ræða á myndlistarsviðinu og þótt bakgrunnurinn sé mismunandi þá tengist hópurinn Myndlistarskóla Kópavogs. „Allir hafa verið þar eitthvað, einhvern tíma,“ segir hann.



Húsnæðið í Hamraborginni kom upp í hendur hópsins í vor og þar hafa sýningar verið frá því snemmsumars sem staðið hafa í mánuð hver. Þegar ekið er inn í Hamraborgina um brúna er beygt strax niður til vinstri og svo aðeins til hægri. Þar er gengið inn. Nánar má fræðast um hópinn og stefnu hans á vefsíðunni anarkia.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×