Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 07:00 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur hefur ásamt fleirum greint bein úr 83 kumlum frá landnámsöld. Fréttablaðið/Tómas Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira