Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffibolli Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 16. desember 2013 11:00 Valgerður Þóroddsdóttir. Meðgönguljóð er útgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu ljóðabóka. Nýverið voru fjögur ný skáld tekin inn í raðir meðgönguljóðskálda. fréttablaðið/vilhelm Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“ Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira