Hlýjan í vináttunni Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 18. desember 2013 13:00 Lani Yamamoto hefur verið búsett á Íslandi um árabil. fréttablaðið/valli Sagan af Stínu stórusæng er þroskasaga íslenskrar kuldaskræfu sem lærir að yfirstíga eigin ótta og horfast í augu við hann. Höfundur bókarinnar er Lani Yamamoto, en hún flutti hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrir 18 árum. Sagan er innblásin af hennar eigin reynslu af Íslandi, og er að einhverju leyti byggð á dóttur Lani og vinum hennar, sjálfstæði þeirra og uppátækjasemi. Stína er mjög ráðagóð stelpa og hún tekur upp á ýmsu til þess að forðast kuldann. Það sem Stína kemst hins vegar að í lok sögunnar er að eina leiðin til að takast á við hann er alger andstæða þess sem hún hafði sjálf reynt. Í staðinn fyrir að reyna að forðast kuldann þá lærir hún að horfast í augu við hann. Sagan fjallar því í raun um mikilvægi þess að takast á við erfiðleikana með því að mæta þeim. Stína kynnist vináttunni þegar tvö börn fjúka skyndilega inn til hennar úr snjónum og hafa mjög örlagarík áhrif á líf hennar. Stína áttar sig á því að jafnvel þó börnin hafi verið úti í kuldanum stafar frá þeim mikilli hlýju. Stína lærir að kuldi er ekki bara líkamlegur heldur fylgir hann einsemdinni líka. Hún uppgötvar nýja tegund af hlýju með börnunum tveimur, hlýjuna sem fólgin er í vináttu og kærleika. Sagan af Stínu er skrifuð með það í huga að hún sé bæði hentug til upplestrar fyrir börn, en líka það einföld og aðgengileg að börn geti lesið hana sjálf sér til ánægju og yndisauka. „Mér finnst líka mikilvægt að barnabækur séu ekki þess eðlis að bara börnin geti notið sögunnar en að fullorðna manneskjan sem les hana sé að bilast úr leiðindum, sagan á að geta vakið ánægju og áhuga hjá bæði börnum og fullorðnum. Það er sagt að ef lesið er fyrir börnin muni þau koma til með að lesa mikið sjálf í framtíðinni, sem er alveg ábyggilega rétt en fyrir mér er það ekki það eina sem skiptir máli. Lesturinn snýst líka um tenginguna, samverustundir barna og foreldra.“ Lani hefur sent frá sér nokkrar barnabækur um heimspekistrákinn Albert, en þær hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku og ellefu öðrum tungumálum. Stína stórasæng er tilnefnd til Fjöruverðlauna í flokki barna- og unglingabóka. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sagan af Stínu stórusæng er þroskasaga íslenskrar kuldaskræfu sem lærir að yfirstíga eigin ótta og horfast í augu við hann. Höfundur bókarinnar er Lani Yamamoto, en hún flutti hingað til lands frá Bandaríkjunum fyrir 18 árum. Sagan er innblásin af hennar eigin reynslu af Íslandi, og er að einhverju leyti byggð á dóttur Lani og vinum hennar, sjálfstæði þeirra og uppátækjasemi. Stína er mjög ráðagóð stelpa og hún tekur upp á ýmsu til þess að forðast kuldann. Það sem Stína kemst hins vegar að í lok sögunnar er að eina leiðin til að takast á við hann er alger andstæða þess sem hún hafði sjálf reynt. Í staðinn fyrir að reyna að forðast kuldann þá lærir hún að horfast í augu við hann. Sagan fjallar því í raun um mikilvægi þess að takast á við erfiðleikana með því að mæta þeim. Stína kynnist vináttunni þegar tvö börn fjúka skyndilega inn til hennar úr snjónum og hafa mjög örlagarík áhrif á líf hennar. Stína áttar sig á því að jafnvel þó börnin hafi verið úti í kuldanum stafar frá þeim mikilli hlýju. Stína lærir að kuldi er ekki bara líkamlegur heldur fylgir hann einsemdinni líka. Hún uppgötvar nýja tegund af hlýju með börnunum tveimur, hlýjuna sem fólgin er í vináttu og kærleika. Sagan af Stínu er skrifuð með það í huga að hún sé bæði hentug til upplestrar fyrir börn, en líka það einföld og aðgengileg að börn geti lesið hana sjálf sér til ánægju og yndisauka. „Mér finnst líka mikilvægt að barnabækur séu ekki þess eðlis að bara börnin geti notið sögunnar en að fullorðna manneskjan sem les hana sé að bilast úr leiðindum, sagan á að geta vakið ánægju og áhuga hjá bæði börnum og fullorðnum. Það er sagt að ef lesið er fyrir börnin muni þau koma til með að lesa mikið sjálf í framtíðinni, sem er alveg ábyggilega rétt en fyrir mér er það ekki það eina sem skiptir máli. Lesturinn snýst líka um tenginguna, samverustundir barna og foreldra.“ Lani hefur sent frá sér nokkrar barnabækur um heimspekistrákinn Albert, en þær hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku og ellefu öðrum tungumálum. Stína stórasæng er tilnefnd til Fjöruverðlauna í flokki barna- og unglingabóka.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira