Skrifað var undir samninga í gær um gerð Vaðlaheiðarganga á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. ÍAV, áður Íslenskir aðalverktakar, og svissneska verktakafyrirtækið Matri áttu lægsta tilboð í verkið, jafnvirði 11,5 milljarða króna en stefnt er að því að taka Vaðlaheiðargöng í notkun árið 2016. Göngin stytta hringveginn um 16 km.
Meðal viðstaddra við undirritunina í menningarhúsinu Hofi á Akureyri voru Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og Kristján L. Möller alþingismaður. Báðir eru þingmenn Norðausturkjördæmis og hafa barist ötullega fyrir því að framkvæmdin fái brautargengi.
Samið um gerð Vaðlaheiðarganga
Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
