Setja 300 milljónir í íslenska leikjaframleiðandann Plain Vanilla 9. apríl 2013 14:30 Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli. Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli.
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira