Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 12:45 McIlroy og Wozniacki. Nordicphotos/Getty Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. Wozniacki mun gegna hlutverki kylfusveins fyrir McIlroy en ekki er óalgengt að keppendur taki maka sína, vini eða börn með á mótið þar sem kylfingar spila níu holur með bros á vör. Tiger Woods verður þó ekki meðal keppenda á par 3 mótinu frekar en undanfarin ár. Tiger, sem verður þó að sjálfsögðu á sínum stað þegar alvaran hefst á fimmtudaginn, hefur ekki spilað á upphitunarmótinu síðan árið 2003. Hann hefur þó sagst munu mæta á mótið þegar börn hans eru orðin nógu gömul til þess að bera kylfurnar fyrir sig. Sam, dóttir Tiger, er 5 ára gömul þannig að golfáhugamenn þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að Tiger mæti til leiks. Það er hins vegar óskandi fyrir McIlroy að nærvera Wozniacki verði honum til happs. Norður-Írinn hefur átt erfitt uppdráttar á vellinum undanfarin misseri sem sumir rekja til umfjöllunar Independent á síðasta ári um að parið hefði slitið sambandi sínu. Sú reyndist raunin ekki vera og vonandi eru bjartari tímar framundan hjá McIlroy. Par 3 keppnin á Masters-mótinu í golfi fer fram á morgun. Bein útsending á Stöð 2 Sport & HD hefst klukkan 19. Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. Wozniacki mun gegna hlutverki kylfusveins fyrir McIlroy en ekki er óalgengt að keppendur taki maka sína, vini eða börn með á mótið þar sem kylfingar spila níu holur með bros á vör. Tiger Woods verður þó ekki meðal keppenda á par 3 mótinu frekar en undanfarin ár. Tiger, sem verður þó að sjálfsögðu á sínum stað þegar alvaran hefst á fimmtudaginn, hefur ekki spilað á upphitunarmótinu síðan árið 2003. Hann hefur þó sagst munu mæta á mótið þegar börn hans eru orðin nógu gömul til þess að bera kylfurnar fyrir sig. Sam, dóttir Tiger, er 5 ára gömul þannig að golfáhugamenn þurfa að bíða eitthvað lengur eftir að Tiger mæti til leiks. Það er hins vegar óskandi fyrir McIlroy að nærvera Wozniacki verði honum til happs. Norður-Írinn hefur átt erfitt uppdráttar á vellinum undanfarin misseri sem sumir rekja til umfjöllunar Independent á síðasta ári um að parið hefði slitið sambandi sínu. Sú reyndist raunin ekki vera og vonandi eru bjartari tímar framundan hjá McIlroy. Par 3 keppnin á Masters-mótinu í golfi fer fram á morgun. Bein útsending á Stöð 2 Sport & HD hefst klukkan 19.
Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31