Erlent

Punxsutawney Phil sá ekki skuggann sinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Múrmeldýrið spáir því að vorið komi snemma í ár.
Múrmeldýrið spáir því að vorið komi snemma í ár. Mynd/AP
Frægasta múrmeldýr heims, Punxsutawney Phil, sá ekki skuggann sinn þegar hann skreið úr holu sinni við hátíðlega athöfn í Pennsylvaníufylki Bandaríkjanna í gær. Samkvæmt gamalli þjóðtrú á þeim slóðum þýðir það að vorið komi snemma í ár.

Þessi árlegi viðburður í smábænum Punxsutawney er mörgum góðu kunnur vegna kvikmyndarinnar Groundhog Day frá árinu 1993, en þar komst Bill Murray eftirminnilega í tæri við þetta goðsagnakennda múrmeldýr.

Þúsundir manna fylgdust með athöfninni, en hún á sér meira en hundrað ára sögu. Er Phil sagður súpa reglulega á töfradrykk sem lengir ævi hans svo hann geti haldið áfram að spá fyrir um vorkomuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×