Bíó og sjónvarp

Fjallið Hafþór með stærðarinnar blóðugt sverð - myndir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hafþór er vígalegur í hlutverki sínu sem "Fjallið" Clegane.
Hafþór er vígalegur í hlutverki sínu sem "Fjallið" Clegane. Mynd/Flickeringmyth.com
Fyrstu myndirnar af Hafþóri Júlíusi Björnssyni í hlutverki „The Mountain“ Clegane, eða „Fjallið“ Clegane, í þáttaröðinni Game of Thrones hafa nú birst á veraldarvefnum. En eins og Vísir greindi frá er þetta stórt hlutverk í þáttaröðinni. Sést þar Hafþór, í tökum á atriði í þáttaröðinni, ber að ofan með stærðarinnar sverð þakið blóði. Í atriðinu stingur hann, að því er virðist, mann á hol og lyftir honum upp með sverðinu og fleygir honum frá sér. Hafþór leikur í fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttana vinsælu en þættirnir voru að hluta til teknir upp hér á landi.

Þáttaröðin verður sýnd í byrjun næsta árs. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „The Mountain“ Clegane birtist í Game of Thrones en áður léku hlutverkið þeir Conan Stevens og Ian Whyte.

Myndirnar má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.