Sigurganga Sjóns í Bandaríkjunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. september 2013 15:00 Bækur sjóns hans hafa vakið hrifningu í BNA. Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur. Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Skáldið Sjón hefur heldur betur verið að gera það gott í Bandaríkjunum undanfarið. Farrar, Straus & Giroux, sem er eitt virtasta forlag Bandaríkjanna og þar með heimsins, gaf samtímis út þrjár bækur Sjóns – sem er afar fáheyrt. Bækurnar Rökkurbýsnir, Argóarflísin og Skuggabaldur hafa þegar vakið gríðarlega athygli og fengið frábæra dóma. Verk hans hafa nú verið þýdd á 25 tungumál. Sjón fór utan og heimsótti fjórar borgir á vesturströnd Bandaríkjanna; Seattle, Portland, San Fransisco og Santa Barbara. Þar hélt hann fyrirlestra og fór í ótal viðtöl, þar á meðal heilsíðuviðtal í Newsweek. Einn helsti bókmenntagagnrýnandi Bandaríkjanna, Alan Cheuse, fjallaði um verk hans á NPR-útvarpsstöðinni. Í New York var síðan útgáfuviðburður í Scandianvia House þar sem Björk kynnti hann til leiks og enski rithöfundurinn Hari Kunzru tók við hann viðtal. Um það var skrifað í The Paris Review. „Það er mjög gefandi og ögrandi að sjá verk sín gefin út fyrir jafn kröfuharða bókmenntalesendur og er að finna í Bandaríkjunum,“ segir Sjón. „Upplestrarferðin var einmitt sérstaklega fróðleg þegar kom að því að hitta þetta fólk í mörgum af þeim frábæru bókabúðum sem enn standa vörð um bókina og eru á móti studdar af dyggum viðskiptavinum sínum sem versla þar og mæta á viðburði.“Hvers vegna heldurðu að bandarískir lesendur hrífist svo mjög af verkum þínum?„Bandarískar bókmenntir fjalla gjarnan um líf og sögur fólks í smærri plássum í því gríðarstóra landi, og ég komst að því að höfundi sem segir sögur frá litlu landi langt í burtu er velkomið að láta á þær reyna líka.“ Ritdómarnir í stórblöðum USA og Kanada hafa allir verið mjög umfangsmiklir, upp í heilsíður. Ritdómar í veftímaritum hafa einnig verið umfangsmiklir og fjallað um allar þrjár bækurnar og kynnt höfundinn til leiks. Nýjast er það að frétta af áhuga erlendra útgefanda á verkum Sjóns að útgáfurétturinn að nýju skáldsögunni hans, Mánasteini sem ekki er komin út, hefur þegar verið seldur til Finnlands og Danmerkur.
Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira