Alltaf að ögra viðteknum hugmyndum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. september 2013 16:00 Jón Karl segir Jón Sigurðsson skora hæst Íslendinga á kvarða þjóðardýrlinga. Fréttablaðið/GVA Ódáinsakur – helgifesta þjóðardýrlinga nefnist nýútkomin bók eftir Jón Karl Helgason prófessor. Þar rekur hann hvernig nokkrir einstaklingar, íslenskir og erlendir, hafa náð þeim status að verða þjóðardýrlingar og varpar ljósi á það ferli sem að baki liggur. En hvað er þjóðardýrlingur? Þjóðardýrlingar eru eins konar þjóðartákn líkt og fáninn og skjaldarmerkið. Mín hugmynd er að kannski hafi þjóðríkin tekið upp þá hefð sem ríkust er hjá kaþólsku kirkjunni að nýta ákveðna einstaklinga til að verða holdgervingar viðtekinna hugmynda og hugsana. Þetta er gert með því að safna saman leifum af lífi tiltekinna karla og kvenna og er auðvitað áþreifanlegast þegar verið er að safna saman beinaleifum eða eigum, varðveita húsnæði eða eitthvað slíkt. Svo er þetta líka gert með því að endurgera líkama í styttum eða mynd á peningaseðlum eða varðveita afmælisdag með því að gera hann að hluta af almanaki þjóðríkisins.“Það eru ekki margir Íslendingar sem náð hafa þeim status, er það?„Nei, Jón Sigurðsson skorar flest stig á þessum kvarða. Afmælisdagur hans er þjóðhátíðardagur okkar. Hann er á öllum seðlum sem vatnsmynd, komst fyrstur á frímerki og það eru hús á tveimur stöðum þar sem verið er að minnast lífs hans. Kjólfötin hans eru meira að segja á Þjóðminjasafninu. En ef maður skoðar þetta í evrópsku samhengi á þetta náttúrulega við um fjölmarga.“Hvenær eru menn opinberlega búnir að ná þessum status?„Það eru margir kallaðir en fáir útvaldir en hugmynd mín er sú að þegar opinberar stofnanir þjóðríkisins, ráðuneyti, þing, seðlabanki eða skólakerfi og svo framvegis, eru farnar að taka minningu einstaklings svona upp á sína arma sé um raunverulegan þjóðardýrling að ræða.“Eru þessir útvöldu einstaklingar ekki stundum notaðir til að upphefja einhverja ákveðna hugmyndafræði sem er stjórnvöldum þóknanleg?„Í víðasta skilningi er þetta náttúrulega leið til að skapa þjóðum sameiginlegar minningar. En svo er í rauninni hægt að nýta þessa einstaklinga í ólíkum pólitískum tilgangi og oft eru líka stjórnmálamenn svona svolítið veikir fyrir því að snerta ódauðleikann og baða sig í honum, það er að segja tengja sig við svona minningu. Mig langar að vekja athygli á því hver formin eru og hvaða ferli á sér stað. Manni finnst að þegar einhver hefur verið tekinn inn á svona opinberan ódáinsakur sé það bara náttúrulegt og sjálfsagt og óhjákvæmilegt, en að baki liggur oft mjög flókið ferli og hápólitískt. Eitt af því sem ég er að skoða þarna er hvers vegna Jónas Hallgrímsson er þjóðardýrlingur en ekki til dæmis Bjarni Thorarensen sem var alveg eins líklegt að yrði í þessu hlutverki ef maður skoðar umræðuna um þá á nítjándu öld.“Þú snertir þarna við ýmsum viðkvæmum málum, er meiningin sú að ögra viðteknum hugmyndum?„Já, ég er alltaf að því. Maður reynir alltaf að hafa smábrodd í því sem maður gerir. Viðtökurnar getur hins vegar aldrei neinn séð fyrir.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ódáinsakur – helgifesta þjóðardýrlinga nefnist nýútkomin bók eftir Jón Karl Helgason prófessor. Þar rekur hann hvernig nokkrir einstaklingar, íslenskir og erlendir, hafa náð þeim status að verða þjóðardýrlingar og varpar ljósi á það ferli sem að baki liggur. En hvað er þjóðardýrlingur? Þjóðardýrlingar eru eins konar þjóðartákn líkt og fáninn og skjaldarmerkið. Mín hugmynd er að kannski hafi þjóðríkin tekið upp þá hefð sem ríkust er hjá kaþólsku kirkjunni að nýta ákveðna einstaklinga til að verða holdgervingar viðtekinna hugmynda og hugsana. Þetta er gert með því að safna saman leifum af lífi tiltekinna karla og kvenna og er auðvitað áþreifanlegast þegar verið er að safna saman beinaleifum eða eigum, varðveita húsnæði eða eitthvað slíkt. Svo er þetta líka gert með því að endurgera líkama í styttum eða mynd á peningaseðlum eða varðveita afmælisdag með því að gera hann að hluta af almanaki þjóðríkisins.“Það eru ekki margir Íslendingar sem náð hafa þeim status, er það?„Nei, Jón Sigurðsson skorar flest stig á þessum kvarða. Afmælisdagur hans er þjóðhátíðardagur okkar. Hann er á öllum seðlum sem vatnsmynd, komst fyrstur á frímerki og það eru hús á tveimur stöðum þar sem verið er að minnast lífs hans. Kjólfötin hans eru meira að segja á Þjóðminjasafninu. En ef maður skoðar þetta í evrópsku samhengi á þetta náttúrulega við um fjölmarga.“Hvenær eru menn opinberlega búnir að ná þessum status?„Það eru margir kallaðir en fáir útvaldir en hugmynd mín er sú að þegar opinberar stofnanir þjóðríkisins, ráðuneyti, þing, seðlabanki eða skólakerfi og svo framvegis, eru farnar að taka minningu einstaklings svona upp á sína arma sé um raunverulegan þjóðardýrling að ræða.“Eru þessir útvöldu einstaklingar ekki stundum notaðir til að upphefja einhverja ákveðna hugmyndafræði sem er stjórnvöldum þóknanleg?„Í víðasta skilningi er þetta náttúrulega leið til að skapa þjóðum sameiginlegar minningar. En svo er í rauninni hægt að nýta þessa einstaklinga í ólíkum pólitískum tilgangi og oft eru líka stjórnmálamenn svona svolítið veikir fyrir því að snerta ódauðleikann og baða sig í honum, það er að segja tengja sig við svona minningu. Mig langar að vekja athygli á því hver formin eru og hvaða ferli á sér stað. Manni finnst að þegar einhver hefur verið tekinn inn á svona opinberan ódáinsakur sé það bara náttúrulegt og sjálfsagt og óhjákvæmilegt, en að baki liggur oft mjög flókið ferli og hápólitískt. Eitt af því sem ég er að skoða þarna er hvers vegna Jónas Hallgrímsson er þjóðardýrlingur en ekki til dæmis Bjarni Thorarensen sem var alveg eins líklegt að yrði í þessu hlutverki ef maður skoðar umræðuna um þá á nítjándu öld.“Þú snertir þarna við ýmsum viðkvæmum málum, er meiningin sú að ögra viðteknum hugmyndum?„Já, ég er alltaf að því. Maður reynir alltaf að hafa smábrodd í því sem maður gerir. Viðtökurnar getur hins vegar aldrei neinn séð fyrir.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira