"Við erum bara mjög venjuleg og horfum ekki á okkur sem fötluð“ Ásgeir Erlendsson skrifar 24. september 2013 19:15 Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“ Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Þegar Ísland í dag heimsótti heimili að Kársnesbraut í Kópavogi á dögunum var mikið líf og fjör eins og eins og á flestum heimilum þegar fjölskyldan er að taka sig til fyrir verkefni dagsins. Eini munurinn á fjölskyldunni á Kársnesbrautinni er sá að við morgunverkin er talað táknmál. Foreldrarnir, Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, fæddust heyrnarlaus en börn þeirra þrjú tala bæði tungumálin á heimilinu, íslensku og táknmál. Heiðdís og Arnar segja að það hafi verið auðvelt að samtvinna tungumálin tvö á heimilinu. „Það var ekkert mál, bara mjög einfalt. Við notum táknmál heima og við byrjuðum að tala við þau um leið og þau komu í heiminn. Margir tala um að við séum að kenna þeim táknmál. Við erum ekki að því. Við erum að tala við þau alveg eins og þið talið íslensku við litlu börnin ykkar þegar þau fæðast.“ Þau hjónin leggja mikið upp úr því að fólk upplifi þau ekki sem fötluð. „Já við erum bara mjög venjuleg. Við horfum ekki á okkur sem fötluð. Læknisfræðilega erum við mögulega fötluð. Við erum með heyrnarleysi. Við finnum ekki fyrir því. Við gerum allt sem aðrir gera.“ Þrátt fyrir að lifa mjög eðlilegu fjölskyldulífi voru sumir sem höfðu ekki trú á að þau gætu orðið hjúkrunarfræðingur og bifvélavirki. „Ég ákvað að fara í bifvélavirkjun og það voru einhverjir sem sögðu, bíddu þetta getur aldrei gengið. Þú ert heyrnarlaus. Þú getur ekki heyrt hljóðin í vélunum. Þegar við gerum við bíla í dag tengjum við hann tölvu og finnum hvað er að og lögum hann síðan. Það þarf ekkert að heyra.“ Í fréttum fyrr í mánuðinum kom fram að peningar sem eru í sérstökum sjóði sem ætlaður er fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra í daglegu lífi kláruðust 1. september. Heiðdís og Arnar eru strax farin að finna fyrir skerðingu á lífsgæðum vegna þessa. „Okkur líður eins og það sé búið að koma okkur fyrir ofan í skúffu og við verðum þar til 1. janúar. Þetta er eins og fangelsi.“ Ástæða þess að fjármagnið dugar ekki út árið er sú að gjaldskrá túlka var hækkuð en framlög til sjóðsins stóðu í stað. Heiðdís segir að á milli 6 og 10 milljónir þurfi til að halda þjónustunni úti allt árið.Eru þið með skilaboð til íslenskra stjórnvalda?„Já, leyfið okkur að lifa lífinu eins og aðrir Íslendingar.“
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira