Fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. september 2013 13:25 Dr. Úlfar Bragason er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. mynd/stefán Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum. Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Dr. Úlfar Bragason flytur fyrirlestur um Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar í Snorrastofu, Reykholti, í kvöld. Fyrirlesturinn er helgaður minningu Snorra Sturlusonar, sem veginn var í Reykholti 23. september árið 1241. Um árabil hefur Snorrastofa minnst dánardags hans með því að bjóða til fyrirlestrar um málefni sem tengjast honum og samtíð hans með einum eða öðrum hætti. 800 ár eru liðin síðan höfðinginn Hrafn Sveinbjarnarson var tekinn af lífi á Eyri við Arnarfjörð. Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er ævisaga hans, rituð um 1250. Sagan er ein samtíðarsagna, varðveitt bæði sérstök og sem hluti af Sturlungu. Í erindi sínu mun Úlfar ræða samsetningu sögunnar, þá mynd sem sagan gefur af Hrafni og þær breytingar sem höfundur Sturlungu gerði á sögunni þegar hann skeytti henni við aðrar sögur í samsteypu sinni. Úlfar er rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Áður var hann forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals frá 1988 til 2006. Hann var gistikennari í norrænum fræðum við University of Chicago frá 1986 til 1987. Úlfar hefur setið í stjórn Snorrastofu í Reykholti frá því henni var komið á fót. Úlfar lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1986. Doktorsritgerð hans fjallaði um frásagnarfræði Sturlungu. Hann hefur haldið fyrirlestra um Sturlunga sögu víða, bæði heima og erlendis, og birt fjölda greina um sagnasamsteypuna og sögur hennar. Árið 2010 kom út hjá Háskólaútgáfunni bók hans: Ætt og saga: Um frásagnarfræði Sturlungu eða Íslendinga sögu hinnar miklu. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Boðið er til kaffiveitinga í hléi og svo er umræða að þeim loknum.
Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira