Erlent

Rússar saka Grænfriðunga um sjórán

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fimm Grænfriðunganna áður en þeir reyndu að klifra upp í rússneska borpallinn Priraslomnaja.
Fimm Grænfriðunganna áður en þeir reyndu að klifra upp í rússneska borpallinn Priraslomnaja. Mynd/AP
Rússnesk stjórnvöld hafa ákært áhöfn Greenpeace-skipsins Arctic Sunrise fyrir sjórán.

Grænfriðungar vísa þessu algerlega á bug og segja aðgerðir sínar ekkert eiga skylt við sjórán.

Rússneska strandgæslan tók skipið í sína vörslu í síðustu viku eftir að nokkrir úr áhöfninni höfðu reynt að komast upp í rússneskan olíuborpall austast í Barentshafi.

Verið er að draga skipið til hafnar, en 30 manna áhöfn er enn um borð.

Sergei Ivanov, formaður rússneska herráðsins, hefur sagt að aðgerðir Grænfriðunga minni á glæpi sómalskra sjóræningja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×