Enski boltinn

Ari Freyr afar ósáttur | Randers hafði áhuga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. Mynd/Heimasíða GIF Sundsvall
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segir að forráðamenn GIF Sundsvall hafi læst sig inni hjá félaginu.

Ari Freyr vill komast frá Sundsvall en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Félagið féll úr sænsku úrvalsdeildinni í haust.

„Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með þróun mála. Þeir hjá GIF læstu mig inni með þremur lyklum og grýttu þeim öllum í burtu. Félagið vill fá of mikið mig, miðað við að við féllum um deild," sagði Ari Freyr við sænska fjölmiðla.

Danskir fjölmiðlar segja að Randers hafi haft áhuga á kappanum en félagið samdi í gær við varnarmanninn Elfar Frey Helgason. Fyrir er Theódór Elmar Bjarnason hjá liðinu.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Ara Freys, segir við bold.dk það ólíklegt að skjólstæðingur sinn fari til Randers í þetta skiptið.

Hann á þó enn kost á því að ganga til liðs við annað félag í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×