Blær má heita nafninu sínu 1. febrúar 2013 00:01 Gleðidagur Blær faðmar móður sína, Björk Eiðsdóttur, eftir að niðurstaðan lá fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Fréttablaðið/valli Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Dómsmál„Það var ótrúlega gaman að fá þessar fréttir. Fyrst fattaði ég reyndar ekki að við hefðum unnið en þá kleip mamma í mig. Ég er mjög glöð,“ segir Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, sem hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu í gær og má samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur heita nafninu Blær. Málið var höfðað fyrir hönd Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur, en það er nafnið sem hún hefur borið hjá opinberum aðilum frá því stuttu eftir fæðingu. Það breyttist í gær: Fyrsta opinbera skjalið sem er merkt Blævi er dómur héraðsdóms. Blær var reyndar skírð Blær í ágúst 1997 en þegar presturinn áttaði sig á því að nafnið var ekki á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn var nafngiftin afturkölluð og leitað til mannanafnanefndar. Nefndin hafnaði nafninu á þeirri forsendu að nafnið væri þegar til sem karlmannsnafn. Í lögum um mannanöfn frá árinu 1996 segir skýrum stöfum að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn. Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að þekkt séu dæmi um það á Íslandi að karlkyns nafnorð séu notuð sem kvenmannsnöfn, til dæmis Ilmur og Apríl, og kvenkyns nafnorð sem karlmannsnöfn, til dæmis Sturla. Þá séu bæði karlar og ein kona sem beri nafnið Júlí í Þjóðskrá. Auk þess segir að kona, fædd 1973, beri þegar nafnið Blær og að það hafi verið samþykkt af mannanafnanefnd á sínum tíma. Þar virðist dómurinn reyndar líta fram hjá þeirri staðreynd að mannanafnanefnd var ekki til fyrr en árið 1991. „Af því sem nú hefur verið rakið er ljóst að í ákveðnum tilvikum getur íslenskt nafn bæði verið karlmanns- og kvenmannsnafn,“ segir í dómnum. Það hafi verið ólögmætt af nefndinni að hafna beiðninni um nafngiftina. „Það er mat dómsins að réttur stefnanda til að bera nafnið Blær sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna kröfunni.“ Blær fær ekki miskabætur eins og hún gerði kröfu um en er engu að síður himinlifandi og kvíðir ekki umstanginu sem mun fylgja því að sækja um vegabréf með nýju nafni og annað í þeim dúr. Hún segist hafa verið aðalmanneskjan í skólanum í gær. „Það hlupu allir að mér þegar mætti – kennarinn hafði lesið fréttina upp í tíma. Svo er ég búin að fá fullt af símtölum með hamingjuóskum.“stigur@frettabladid.is
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ „Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV“ Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira