DMX kemur á stóra hátíð í Keflavík Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 09:00 "Það verða tíu erlend atriði á hátíðinni og ég get staðfest að DMX er eitt þeirra, en hann er ekki það stærsta. Auk þess verður þarna rjóminn af íslensku tónlistarsenunni," segir umboðsmaðurinn Ólafur Geir Jónsson. Hátíðin sem um ræðir er Keflavík Music Festival 2013, sem haldin verður dagana 5. til 9. júní. Það eru Ólafur Geir hjá agent.is og Pálmi Þór Erlingsson sem standa að hátíðinni. "Við verðum á átta stöðum um bæinn, allt frá Reykjaneshöllinni yfir í Keflavíkurkirkju," segir Ólafur Geir. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin og hefur hún vaxið mikið frá þeirri fyrstu sem var síðasta sumar. "Við erum búin að bæta við helmingi fleiri stöðum og dagskráin er tíu sinnum stærri," segir Óli Geir en þar að auki er búið að lengja hátíðina úr þremur kvöldum í fjögur. Atriði hátíðarinnar verða um 150 talsins og hljómsveitir geta sótt um að vera með á heimasíðu hátíðarinnar. Atriðin verða kynnt smám saman á næstu vikum og hafa nú fyrstu fimm verið staðfest. Það eru íslensku hljómsveitirnar Skálmöld, Agent Fresco og Bloodgroup auk þeirra Páls Óskars og Moniku og áðurnefnds DMX. Rapparinn og þrettán barna faðirinn DMX er mörgum að góðu kunnur en þetta verður í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. Hann er fæddur árið 1970 og hefur verið liðlega þrjátíu ár í bransanum. DMX gaf út sína fyrstu plötu árið 1998 og hefur selt yfir þrjátíu milljónir platna á heimsvísu, sem gerir hann að einum söluhæsta hipphopptónlistarmanni allra tíma. Auk þess hefur verið gerð raunveruleikaþáttaröð um hann, hann hefur gefið út sjálfsævisögu og leikið í fjölda bíómynda. Árið 2009 tók DMX sér frí frá bransanum í þeim tilgangi að rækta trúarlíf sitt. Hann hefur nú snúið aftur og gaf út sína nýjustu plötu, Undisputed, í september. "Hann er búinn að frelsast, er orðinn edrú og búinn að taka sig algjörlega í gegn," segir Óli Geir. Miðasala á Keflavík Music Festival hefst í dag og verður hægt að nálgast miða á sérstöku forsölutilboði þar til 8. febrúar á heimasíðunni keflavikmusicfestival.com. Fimm plötur á topp BillboardRapparinn DMX hefur fengið fjöldann allan af verðlaunum og viðurkenningum á ferli sínum. Meðal annars hefur hann verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í þrígang og fimm sinnum til MTV-tónlistarverðlaunanna. Hann er eini tónlistarmaðurinn í sögunni til að gefa út fimm plötur í röð sem allar fóru beint á toppinn á Billboard 200 listanum í Bandaríkjunum. Önnur plata hans, Flesh of My Flesh, Blood of My Blood, sat þar í þrjár vikur samfleytt þegar hún kom út í desember 1998. 670.000 eintök af þeirri plötu seldust fyrstu vikuna eftir að hún kom út. Eitt vinsælasta lag DMX, Party Up (Up in Here) kom út árið 1999 og var í 56. sæti á topp 100 laga lista VH1 árið 2000. Platan sem það lag var á, And Then There Was X, varð sexföld platín-plata. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
"Það verða tíu erlend atriði á hátíðinni og ég get staðfest að DMX er eitt þeirra, en hann er ekki það stærsta. Auk þess verður þarna rjóminn af íslensku tónlistarsenunni," segir umboðsmaðurinn Ólafur Geir Jónsson. Hátíðin sem um ræðir er Keflavík Music Festival 2013, sem haldin verður dagana 5. til 9. júní. Það eru Ólafur Geir hjá agent.is og Pálmi Þór Erlingsson sem standa að hátíðinni. "Við verðum á átta stöðum um bæinn, allt frá Reykjaneshöllinni yfir í Keflavíkurkirkju," segir Ólafur Geir. Þetta er í annað sinn sem hátíðin verður haldin og hefur hún vaxið mikið frá þeirri fyrstu sem var síðasta sumar. "Við erum búin að bæta við helmingi fleiri stöðum og dagskráin er tíu sinnum stærri," segir Óli Geir en þar að auki er búið að lengja hátíðina úr þremur kvöldum í fjögur. Atriði hátíðarinnar verða um 150 talsins og hljómsveitir geta sótt um að vera með á heimasíðu hátíðarinnar. Atriðin verða kynnt smám saman á næstu vikum og hafa nú fyrstu fimm verið staðfest. Það eru íslensku hljómsveitirnar Skálmöld, Agent Fresco og Bloodgroup auk þeirra Páls Óskars og Moniku og áðurnefnds DMX. Rapparinn og þrettán barna faðirinn DMX er mörgum að góðu kunnur en þetta verður í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. Hann er fæddur árið 1970 og hefur verið liðlega þrjátíu ár í bransanum. DMX gaf út sína fyrstu plötu árið 1998 og hefur selt yfir þrjátíu milljónir platna á heimsvísu, sem gerir hann að einum söluhæsta hipphopptónlistarmanni allra tíma. Auk þess hefur verið gerð raunveruleikaþáttaröð um hann, hann hefur gefið út sjálfsævisögu og leikið í fjölda bíómynda. Árið 2009 tók DMX sér frí frá bransanum í þeim tilgangi að rækta trúarlíf sitt. Hann hefur nú snúið aftur og gaf út sína nýjustu plötu, Undisputed, í september. "Hann er búinn að frelsast, er orðinn edrú og búinn að taka sig algjörlega í gegn," segir Óli Geir. Miðasala á Keflavík Music Festival hefst í dag og verður hægt að nálgast miða á sérstöku forsölutilboði þar til 8. febrúar á heimasíðunni keflavikmusicfestival.com. Fimm plötur á topp BillboardRapparinn DMX hefur fengið fjöldann allan af verðlaunum og viðurkenningum á ferli sínum. Meðal annars hefur hann verið tilnefndur til Grammy-verðlauna í þrígang og fimm sinnum til MTV-tónlistarverðlaunanna. Hann er eini tónlistarmaðurinn í sögunni til að gefa út fimm plötur í röð sem allar fóru beint á toppinn á Billboard 200 listanum í Bandaríkjunum. Önnur plata hans, Flesh of My Flesh, Blood of My Blood, sat þar í þrjár vikur samfleytt þegar hún kom út í desember 1998. 670.000 eintök af þeirri plötu seldust fyrstu vikuna eftir að hún kom út. Eitt vinsælasta lag DMX, Party Up (Up in Here) kom út árið 1999 og var í 56. sæti á topp 100 laga lista VH1 árið 2000. Platan sem það lag var á, And Then There Was X, varð sexföld platín-plata.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira