Hlutafjáraukning í Plain Vanilla upp á 22 milljónir dollara Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. desember 2013 16:00 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla á skrifstofum fyrirtækisins við Laugaveg. 365/valli Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“ Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Plain Vanilla hefur lokið endurfjármögnun með útgáfu nýs hlutafjár upp á 22 milljónir dollara. Stærstur hluti nýs hlutafjár fer í rekstur á Íslandi og gerir fyrirtækinu kleift að vaxa. Núverandi hluthafar, Tencent Holdings and Sequoia Capital, leiða fjármögnun. Fyrir nam fjárfesting í fyrirtækinu 5 milljónum dollara en báðir þessir fjárfestar, Tencent og Sequoia, höfðu lagt Plain Vanilla til fé fyrir velgengni Quiz Up. Velgengni Plain Vanilla hefur verið ævintýri líkust síðan fyrirtækið gaf út Quiz Up tölvuleikinn í byrjun nóvember. Núna hafa rúmlega 6 milljónir manna sótt tölvuleikinn fyrir iPhone og iPad og rúmlega 100 þúsund nýir notendur bætast við á degi hverjum.Áhugi fjárfesta aukist eftir velgengni Quiz Up Eftir velgengni Quiz Up hefur áhugi fjárfesta á Plain Vanilla aukist mikið en fyrirtækið er staðsett á tveimur hæðum á Laugavegi 26. Á dögunum höfnuðu hluthafar Plain Vanilla 100 milljóna dollara tilboði í allt hlutafé Plain Vanilla. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í hlutafjáraukningu til að stuðla að frekari vexti fyrirtækisins. Stjórnendur Plain Vanilla stóðu frammi fyrir því að geta valið úr fjárfestum við endurfjármögnun en ákváðu að halda tryggð við þau fyrirtæki sem höfðu lagt því til fé fyrir velgengni Quiz Up.Þurftu meira fjármagn til að vaxa „Það voru ýmsir valkostir í boði en við ákváðum að lokum af því við vorum búnir að ná þessum árangri á Bandríkjamarkaði að við höfðum tækifæri til þess að stækka fyrirtækið mjög mikið og hratt. Til þess að gera það þá þyrftum við talsvert meira fjármagn. Við enduðum á því að velja þá leið að fara með Sequoia Capital sem var kominn inn í félagið áður og er gríðarlega stór og virtur fjárfestingarsjóður í Bandaríkjunum. Þeir ásamt Tencent munu styðja okkur í því að stækka fyrirtækið mikið og hratt á næsta ári,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Þorsteinn neitar því ekki að það hafi verið freistandi að selja núna. „Auðvitað þurfti maður að hugsa sig vel og lengi um það. Það var á margan hátt mjög freistandi að hafa unnið að einhverju svona í þó ekki lengri tíma en tvö ár og geta svo „cashað“ út. Auðvitað hugsaði maður um það, en við ákváðum að við teldum að tækifærið sem við hefðum væri mjög skemmtilegt og við værum ekki tilbúin að selja, að minnsta kosti ekki strax.“
Tengdar fréttir Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57 Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16 Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36 QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Plain Vanilla sakar keppinauta um rangfærslur Plain Vanilla segir ekki allt rétt í grein sem birtist á vef Techcrunch. Gallar hafi þó fundist sem búið sé að laga. Forsvarsmenn Plain Vanilla segja keppinaut hafa skrifað greinina og saka hann um rangfærslur. 26. nóvember 2013 12:57
Plain Vanilla leiðréttir öryggisgalla í QuizUp Öryggisgalli í spurningaleiknum QuizUp hefur vakið reiði. 26. nóvember 2013 12:16
Höfnuðu tólf milljarða yfirtökutilboði Hluthafar Plain Vanilla höfnuðu nýverið tólf milljarða yfirtökutilboði bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga Games. 12. desember 2013 09:36
QuizUp örast vaxandi leikur í sögu App Store Smáforritaleikurinn QuizUp hefur aðeins verið á markaðnum í þrjár vikur og hafa þrjár og hálf milljón manna halað niður leiknum. Íslenska fyrirtækið Plain Vanilla framleiðir QuizUp. 5. desember 2013 17:00