Kvikmynd um nasistauppvakninga tekin upp á Íslandi Valur Grettisson skrifar 10. júlí 2013 11:55 Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða. Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Íslensk framleiðslufyrirtæki hafa vart undan því að sinna erlendu tökuliði sem vill búa til kvikmyndir hér á landi. Nýjasta viðbótin er þó öllu nýstárlegri en þær kvikmyndir sem hafa verið teknar upp hér á landi, en sú fjallar um nasista og uppvakninga. Það var árið 2009 sem norski leikstjórinn Tommy Wirkola frumsýndi grínhrollvekju sína, Dead Snow. Umfjöllunarefni myndarinnar er nokkuð hefðbundið - með einu fráviki þó. Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í frí í fjallakofa í afskekktum firði í Noregi. Þar hitta þau fyrir dularfullan mann sem upplýsir þau um að nasistar hafi hertekið fjörðinn í seinni heimstyrjöldinni. Nasistarnir reyndust heldur illskeyttir og hlutu að lokum hörmuleg endalok. Í myndinni snúa þeir aftur sem grimmir uppvakningar og herja á ungmennin - sem verjast þó fimlega árásum ófreskjanna. Kvikmyndin skaut leikstjóranum á stjörnuhimininn og leikstýrði hann meðal annars hrollvekju um nornaveiðar Hans og Grétu, en óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Renner lék aðalhlutverkið í myndinni. Nú stendur til að kvikmynda framhaldið - Dead snow: War of the dead. Það er Sagafilm sem aðstoðar myndatökumenn við framleiðsluna hér á landi og samkvæmt erlendum vefsíðum munu upptökur hefjast í ágúst eða september. Söguþráður nýju myndarinnar er ekki mjög frábrugðin þeirri fyrri, utan að fleiri uppvakningar munu láta sjá sig samkvæmt tilkynningu frá leikstjóranum sjálfum, og var birt á erlendum vefsíðum fyrr á árinu. Það er því ekki ólíklegt að íslenskir leikarar fái að spreyta sig sem uppvakningar í nasistafötum. Hér fyrir ofan má sjá stiklu úr myndinni. Við vörum samt viðkvæma við, enda um hryllingsmynd að ræða.
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira