Mótvægi við poppið og rokkið og rólið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 11:00 Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson æfa alla daga fyrir tónleikana með aðstoð Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Fréttablaðið/Daníel Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“ Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“
Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira