Menning

Í desember eru 9 mánuðir í ágúst

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Ég hef verið uppgötvaður á heimasíðunni minni. Þannig uppsker maður á endanum,“ segir Georg Óskar sem opnar sýningu á laugardag.
„Ég hef verið uppgötvaður á heimasíðunni minni. Þannig uppsker maður á endanum,“ segir Georg Óskar sem opnar sýningu á laugardag.
„Ég verð með málverk sem ég hef unnið á þessu ári ásamt 30 teikningum,“ segir Georg Óskar myndlistarmaður um efni sýningar sem hann opnar 7. desember í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri að Kaupvangsstræti 10.



Þetta er sjöunda einkasýning Georgs Óskars og eftir áramót verður hann með verk sín í Galleríi Vegg á Forréttabarnum við Tryggvagötu í Reykjavík. Hann kveðst líka umbeðinn hafa sent verk á safn í Bandaríkjunum, hvers stjórnandi sækist eftir verkum áhugaverðra myndlistarmanna. Auk þess að hafa komið fram í erlendum netmiðli nýlega mun á næstu dögum birtast viðtal við hann í tímaritinu Tribe magazine. Skyldi hann vera málari að atvinnu? „Það væri óskandi að sú væri staðan. Akkúrat núna er ég reyndar að sinna myndlistinni aðallega af því að sýningin er fram undan en ég er ekki að fleyta sjálfum mér og mínu batteríi á málverkum, frekar en margir ungir myndlistarmenn. En ég hef verið uppgötvaður á heimasíðunni minni. Þannig uppsker maður á endanum,“ segir hann bjartsýnn.



Titill sýningarinnar: 9 mánuðir í ágúst. Hvaðan kemur hann? „Mig langaði að hafa hann persónulegan því verkin eru unnin út frá skynjunum og minningum. Kærastan byrjar að hlakka til jólanna í maí. Hennar uppáhaldsmánuður er desember en minn er ágúst og mér fannst athyglisvert að í desember eru 9 mánuðir í ágúst!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.