Þjálfarinn hefur mikla trú á mér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2013 07:00 Án marks. Emil hefur spilað 13 leiki í deildinni á tímabilinu en á enn eftir að skora. Mynd/EPA Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri. Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri.
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira