Innlent

Vilborg náði á tind Elbrus

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vilborg og hópurinn.
Vilborg og hópurinn.
Vilborg náði á tindinn um klukkan 10:30 að staðartíma eða um hálf sjö í morgun að íslenskum tíma.

Elbrusfjall er hæsti fjallstindur Evrópu, 5.642 metrar yfir sjávarmáli og staðsett í Kákasusfjöllum, og er hann annar fjallstindurinn í leiðangrinum Tindarnir sjö sem hófst í maí með göngu Vilborgar á McKinleyfjall. Hún ætlar að ganga á hæsta fjallstind hverrar heimsálfu og enda á sjálfu Everestfjalli næsta vor.

Vilborg hóf gönguna á Elbrus á laugardag ásamt sex öðrum íslenskum fjallgöngumönnum og gekk hópurinn á vestari tind fjallsins. Áður en haldið var af stað á tindinn dvaldi hópurinn í Baskadalnum og gekk á nærliggjandi fjöll í þeim tilgangi að aðlagast hæðinni fyrir komandi átök.

Á bloggsíðu sinni segir Vilborg að nokkrir í hópnum hafi fundið fyrir höfuðverk og ógleði á leið upp á tindinn en að öðru leyti hafi gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×