Menning

Veisla fyrir kammerunnendur

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Elektra Ensemble og Kjarvalsstaðir hafa í nokkur ár verið í samstarfi um tónleikahald.
Elektra Ensemble og Kjarvalsstaðir hafa í nokkur ár verið í samstarfi um tónleikahald.
Listasafn Reykjavíkur og tónlistarhópurinn Elektra Ensemble hafa um nokkurt skeið staðið fyrir tónleikahaldi á Kjarvalsstöðum.

Á þessum fyrstu tónleikum vetrarins fær tónlistarhópurinn Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu til liðs við sig. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt; þjóðlegur Beethoven og Bliss og amerískt hlaðborð.

„Þetta verður glæsileg veisla fyrir kammertónlistarunnendur,“ segir gestasöngkonan Ingibjörg. „Fjölbreytt dagskrá og mjög ólík verk.“

Gestasöngkona Ingibjörg Guðjónsdóttir hefur ekki áður sungið með hópnum og segist hlakka mikið til.Vísir/Daníel
En hvernig kom það til að hún fór að syngja með hópnum? 

„Við Ástríður Alda höfum unnið dálítið saman og þegar hún bað mig um þetta hugsaði ég mig sko ekki um,“ segir Ingibjörg. 

„Það er ótrúlega gaman að fá að vinna með svona stórkostlegum konum og ég hlakka mikið til.“

Elektra Ensemble er skipaður fimm ungum tónlistarkonum, þeim Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara, Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara, Helgu Björgu Arnardóttur klarínettuleikara, Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara og Margréti Árnadóttur sellóleikara. 

Hópurinn var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2009 og gekk í kjölfarið til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur um tónleikaröð á Kjarvalsstöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.