Erlent

Saltneysla getur skaðað ónæmiskerfið

Mikil saltneysla er talin geta haft skaðleg áhrif á ónæmiskerfið og jafnvel gert sjúkdóma eins og MS verri. Vísbendingar um þetta koma fram í nokkrum rannsóknum sem nýlega voru kynntar í vísindatímaritinu Nature.

Þar segir að svo virðist sem að salt geti orðið til þess að ónæmiskerfi líkamans ræðst á eigin líkama.

Breska ríkissjónvarpið BBC segir niðurstöðurnar mjög áhugaverðar en telur þó að þó ekki líklegar til að nýtast við að finna lækningu við MS þótt hugsanlega megi nýta þær til að halda einkennum niðri.

Frétt BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×