Þýskir rútubílstjórar smygla varningi til landsins Jakob Bjarnar skrifar 27. ágúst 2013 13:16 Vikulega flytur Norræna 4-5 rútur til landsins, það er yfir sumartímann og gera þá tollarar upptækan varning í stórum stíl. Árni Elísson, hjá tollinum á Seyðisfirði, segir að þeir þar hafi gert varning, sem þýskir rútubílstjórar hafa með sér til landsins þegar þeir koma með Norrænu, upptækan í stórum stíl. Vísir greindi frá því í gær að þýskur rútubílstjóri henti Úlrik Artúrssyni leiðsögumanni úr rútu sinni fyrir helgi með ókvæðisorðum og sakaði hann um að hafa af sér háar fjárhæðir með því að leiðbeina ferðamönnum í stórmarkaði – þeir væru þá ekki að versla mat og drykk af sér á meðan. Þetta tiltekna dæmi, ævintýri Úlriks, kemur Árna Elíssyni tollara á Seyðisfirði á óvart, því þetta er rúta sem hann fór persónulega í, hirti þaðan mikið af varningi og sá varningur sé á skrifstofu hans. Árni ætlar að eiga orð við bílstjórann þá er hann fer á morgun. Árni segir þetta vissulega vandamál, að rútubílstjórar séu með veitingasölu um borð í rútum sínum. En kannski ekki eins umfangsmikið og margir ætla. „Ég held að þetta sé ekki víðtækt vandamál. Hins vegar þekkist þetta. Við erum búnir, alveg frá því snemma í vor, að fara í flestar rútur, ekki allar, þannig að einhverjir hafa farið fram hjá okkur, við höfum hreinlega ekki „kapísatet“ til að gera meira, en við erum búnir að taka úr mjög mörgum rútum allskyns söluvarning.“ Árni segir það koma sér á óvart, í ljósi þess að þeir hjá tollinum í Seyðisfirði hafa gert upptækan varning í stórum stíl í sumar, ef margar rútur eru á ferð með varning sem verið er að selja. Hann segir fyrirliggjandi að þeir sem haga málum svo séu að brjóta margvísleg lög. „Óheimilt er vitaskuld að flytja inn slíkan varning; áfengi og matvöru – þeir geta ekki komið með það tollfrjálst til landsins og byrjað að selja. Síðan er óheilmilt að selja um borð í rútum. Þeir hafa ekki veitingaleyfi til þess.Úlrik leiðsögumaður lenti í honum kröppum eftir stormasöm samskipti við þýskan rútubílsstjóra.Einkum eru þetta þýskir bílstjórar sem um ræðir sem drýgja tekjur með þessum hætti. Búdrýgindi sem slík tíðkast í Evrópu þannig að þarna er um einhvers konar menningarmun að ræða. Ekki eru fyrirliggjandi hversu margar erlendar rútur á ferð um landið á hverjum tíma en vikulega yfir sumartímann koma fjórar til fimm rútur til landsins með Norrænu auk þess sem einhverjar geta komið með frakt með Eimskip og Samskipum. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Árni Elísson, hjá tollinum á Seyðisfirði, segir að þeir þar hafi gert varning, sem þýskir rútubílstjórar hafa með sér til landsins þegar þeir koma með Norrænu, upptækan í stórum stíl. Vísir greindi frá því í gær að þýskur rútubílstjóri henti Úlrik Artúrssyni leiðsögumanni úr rútu sinni fyrir helgi með ókvæðisorðum og sakaði hann um að hafa af sér háar fjárhæðir með því að leiðbeina ferðamönnum í stórmarkaði – þeir væru þá ekki að versla mat og drykk af sér á meðan. Þetta tiltekna dæmi, ævintýri Úlriks, kemur Árna Elíssyni tollara á Seyðisfirði á óvart, því þetta er rúta sem hann fór persónulega í, hirti þaðan mikið af varningi og sá varningur sé á skrifstofu hans. Árni ætlar að eiga orð við bílstjórann þá er hann fer á morgun. Árni segir þetta vissulega vandamál, að rútubílstjórar séu með veitingasölu um borð í rútum sínum. En kannski ekki eins umfangsmikið og margir ætla. „Ég held að þetta sé ekki víðtækt vandamál. Hins vegar þekkist þetta. Við erum búnir, alveg frá því snemma í vor, að fara í flestar rútur, ekki allar, þannig að einhverjir hafa farið fram hjá okkur, við höfum hreinlega ekki „kapísatet“ til að gera meira, en við erum búnir að taka úr mjög mörgum rútum allskyns söluvarning.“ Árni segir það koma sér á óvart, í ljósi þess að þeir hjá tollinum í Seyðisfirði hafa gert upptækan varning í stórum stíl í sumar, ef margar rútur eru á ferð með varning sem verið er að selja. Hann segir fyrirliggjandi að þeir sem haga málum svo séu að brjóta margvísleg lög. „Óheimilt er vitaskuld að flytja inn slíkan varning; áfengi og matvöru – þeir geta ekki komið með það tollfrjálst til landsins og byrjað að selja. Síðan er óheilmilt að selja um borð í rútum. Þeir hafa ekki veitingaleyfi til þess.Úlrik leiðsögumaður lenti í honum kröppum eftir stormasöm samskipti við þýskan rútubílsstjóra.Einkum eru þetta þýskir bílstjórar sem um ræðir sem drýgja tekjur með þessum hætti. Búdrýgindi sem slík tíðkast í Evrópu þannig að þarna er um einhvers konar menningarmun að ræða. Ekki eru fyrirliggjandi hversu margar erlendar rútur á ferð um landið á hverjum tíma en vikulega yfir sumartímann koma fjórar til fimm rútur til landsins með Norrænu auk þess sem einhverjar geta komið með frakt með Eimskip og Samskipum.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira