Að plata ónæmiskerfið Teitur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þegar við verðum lasin finnum við iðulega fyrir einhvers konar einkennum, þau geta verið margvísleg og bæði tengst beint og óbeint því sem hrjáir okkur hverju sinni. Dæmi um þetta eru sýkingar sem oft eru staðbundnar og gefa okkur verki þar sem bólgan situr eins og við eyrnabólgu eða hálsbólgu, en þrátt fyrir að baráttan fari fram á ákveðnum stað getum við fengið mikil almenn einkenni til viðbótar eins og hita eða beinverki svo fátt eitt sé nefnt. Það er vegna þess að ónæmiskerfið okkar er ræst upp og hersveitir hvítra blóðkorna flykkjast af stað til að ráða niðurlögum þessa óboðna gests. Í sinni einföldustu mynd virkar ónæmiskerfið þannig að það þarf að þekkja það sem er utanaðkomandi eða bilað frá því sem er heilbrigt og hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi. Markmiðið er að vinna gegn slíku auk þess að muna og geyma upplýsingarnar til að geta brugðist hratt við næst og koma í veg fyrir veikindi. Þess vegna fáum við sjaldan eða aldrei nákvæmlega sömu sýkinguna tvisvar auk þess sem við nýtum þennan eiginleika til að búa til bóluefni svo dæmi sé tekið.Sjálfsónæmissjúkdómar Flest búum við svo vel að eiga öflugt ónæmiskerfi sem sér stöðugt um að vernda okkur og tekur sér aldrei frí, ekki frekar en hjartað. Það berst við allar tegundir sýkla, en stundum þurfum við aðstoð í formi lyfja til þess að drepa niður bakteríur og sveppi, veirusýkingar eru erfiðari viðfangs og eigum við færri vopn þar og treystum því verulega á að ónæmiskerfi okkar tækli þann vanda. Því gengur iðulega vel en þó eru ýmsar undantekningar þar á eins og til dæmis HIV. Það er hins vegar svo að í öllum þeim hasar og daglega amstri sem ónæmiskerfið þarf að glíma við getur það líka gert mistök og byrjað að ráðast gegn okkur. Það er það sem við köllum sjálfsónæmissjúkdóma en þeir eru býsna margir og misalvarlegir. Þeir sem við þekkjum einna helst eru sykursýki af tegund 1, liðagigt, rauðir úlfar, MS-sjúkdómur, glútenóþol, ristilbólgur, Hashimoto"s, psoriasis og margir fleiri. Allir þessir sjúkdómar eiga það sammerkt að líkaminn ræðst gegn sjálfum sér og veldur þeim einkennum sem sjúklingarnir finna fyrir á grundvelli þeirrar baráttu sem ónæmiskerfið háir á hverjum stað fyrir sig. Vandamálin sem felast í meðferð þessara sjúkdóma eru augljós, en þau eru að þurfa að lama ónæmiskerfið á vissan hátt til þess að draga úr einkennum sjúklingsins. Á sama tíma getur það ekki varið okkur sem skyldi og því geta fylgt slæmar aukaverkanir eins og alvarlegar sýkingar, krabbamein og jafnvel dauði.Endurmenntun ónæmiskerfisins Okkur hefur gengið fremur illa að plata ónæmiskerfið fram að þessu, í upphafi notuðum við stera og krabbameinslyf, nú eigum við líka sértækari svokölluð líftæknilyf sem hafa komið á markað og byggja á því að breyta virkni ónæmiskerfisins. Þau hafa skilað ákveðnum árangri en við vitum ekki hvaða aukaverkanir þau kunna að hafa í för með sér til lengri tíma litið. Ljóst er að við erum að halda sjúkdómum í skefjum með misgóðum árangri en ekki að lækna þá. Vandinn liggur í okkar eigin frumum og við þurfum að finna leiðir til að kenna þeim upp á nýtt eða senda þær í endurmenntun svo þær hætti að skaða okkur. Í sumum tilvikum tekur ónæmiskerfið upp á því að hætta af sjálfu sér að ráðast á eigin vef og viðkomandi læknast án aðkomu læknavísindanna. Þekktasta dæmið er Hashimoto"s thyroiditis eða bólga í skjaldkirtli sem er tímabundin og veldur vanstarfsemi í kirtlinum. Nýlegar rannsóknir á sviði MS-sjúkdóms lofa hins vegar mjög góðu um það að mögulega sé okkur að takast að endurmennta ónæmiskerfið og breyta sjúkdómsgangi sjúklinga með slíkan sjúkdóm. Þar er um að ræða að taka hvít blóðkorn úr sjúklingi, merkja þau með þeim efnum sem líkaminn ræðst gegn og gefa sjúklingnum blóðkornin aftur. Á þennan hátt virðist líkaminn hætta að ráðast gegn þeim. Aukaverkanir voru sáralitlar og meginkosturinn er sá að ekki er verið að dempa ónæmiskerfið á sama tíma eins og við allar aðrar meðferðir sem við þekkjum í dag. Frekari rannsókna er þörf, en menn vona að þessi möguleiki geti nýst í mörgum öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og eru þegar dæmi um það í dýratilraunum. Kannski tekst okkur að lækna marga af erfiðustu sjúkdómum sem við þekkjum í dag á þennan hátt? En eins og Sun Tzu sagði: „To know your enemy, you must become your enemy.“
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar