Menningin á Rás 1 aukin en ekki eytt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. desember 2013 17:00 Dagskrárstjórinn Magnús fullyrðir að menningunni verði síst verr sinnt með nýju dagskrárplani en áður var gert.Fréttablaðið/GVA Magnús R. Einarsson var ráðinn tímabundið sem dagskrárstjóri útvarpssviðs RÚV, ásamt Þóru Pétursdóttur rekstrarstjóra, eftir að umsóknarferlið var stöðvað og því frestað að ráða dagskrárstjóra. Magnús var meðal umsækjenda um starfið en fékk þó ekki ráðningu þrátt fyrir tæpa 29 ára reynslu sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi. Kann hann einhverja skýringu á því hvers vegna hann fékk ekki stöðuna? „Ég vissi vel þegar ég sótti um að ég fengi hana ekki. Sennilega er ég ekki af réttu kyni fyrir utan það að ég er ekki með háskólapróf. Umsóknin var bara yfirlýsing um að ég væri tilbúinn til að taka starfið að mér og treysti mér til að takast á við það.“ Þú hafðir verið að vinna með fyrrverandi dagskrárstjóra, Margréti Marteinsdóttur, að skipulagi breytinga á dagskrá Rásar 1, var ekki eðlilegt að þú héldir því starfi áfram? „Jú, það er rétt. Ég var aðstoðarmaður Margrétar eftir að hún tók við og við vorum búin að vera að skoða töluverðar breytingar á dagskrá Rásar 1. Þá vorum við helst að horfa til módels sem sett var upp 1989 en gekk ekki upp þá. Við útfærðum þetta betur og horfðum líka til þess hvernig bandarískt almannaútvarp er upp sett og fengum ýmsar hugmyndir þaðan.“Litlar áherslubreytingar Nú ertu búinn að kynna fyrirhugaðar dagskrárbreytingar fyrir stjórn og starfsfólki RÚV, hverjar eru helstu áherslubreytingarnar? „Form þeirrar dagskrár sem verið hefur hingað til er ævagamalt og miðast við aðra tækni en við höfum í dag. Það sem gerði þessa breytingu spennandi í okkar augum var að tæknin hefur breyst svo hratt og mikið að það er hægt að gera allt aðra hluti í dagskrá en áður. Stafræna byltingin hefur gjörbreytt útvarpinu. Í gamla kerfinu réðst það stundum meira af lengd þátta en innihaldi hvernig þeim var raðað saman og áferðin varð því dálítið köflótt. Áherslubreytingarnar eru hins vegar í sjálfu sér litlar sem engar. Áherslan er sem fyrr á íslenska menningu og við sinnum henni aðallega á þremur póstum; það er útvarpssagan, það er Sinfónían og það er útvarpsleikhúsið. Þessir þrír póstar hafa lengi verið meginstoðirnar í menningardagskrá Rásar 1 og verða það áfram. Áferð dagskrárinnar hins vegar breytist á þann hátt að hlutverk þula verður skilgreint upp á nýtt, það verða ekki lengur dagskrárþulir, einungis auglýsingaþulir. Deginum verður skipt upp í fjóra fleka með magasínþáttum sem síðan eru fleygaðir með tónlistarþáttum. Kvöldin verða svo helguð klassískri tónlist. Þessi dagskrárrammi sem við settum fram er hugsaður sem vinnuplagg sem starfsmenn munu svo taka þátt í að fullmóta á næstu vikum.“ Það stóð sem sagt aldrei til að hætta að útvarpa tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, þrátt fyrir háværar fullyrðingar um annað? „Nei, það stóð aldrei til. Það er mikill misskilningur.“ Hvað með Víðsjá, hverfur hún? „Nei, þvert á móti. Víðsjá verður áfram á dagskrá og þátturinn meira að segja lengdur um helming og bætt við mannskap í gerð hans.“Rekið úr öllum deildum Þannig að þessi ramakvein um eyðileggingu menningarumfjöllunar Rásar 1 eiga ekki við nein rök að styðjast? „Alls ekki. Auðvitað verður þetta ekki eins og það var, enda ekkert keppikefli að halda öllu óbreyttu. Það var stefnt að því að þessar breytingar gengju í gegn um mitt næsta ár, enda eru þær mjög nauðsynlegar, en auðvitað var óheppilegt að þær skyldi bera að með þessum hætti.“ Ein fullyrðingin úr umræðunni er að það hafi engin hugsun legið að baki brottrekstrum og að allir sem reknir voru hafi haft bein afskipti af dagskrárgerð. Er það rétt? „Nei, það er enn einn misskilningurinn sem hefur fengið vængi. Það lá margra mánaða vinna að baki þessum uppsögnum og fólki var fækkað í öllum deildum RÚV nema nýmiðladeild, enda vinna þar bara fjórir starfsmenn.“ Þannig að starfsmenn stofnunarinnar ljúga því blákalt að þessar breytingar hafi komið sem þruma úr heiðskíru lofti? „Ekki myndi ég nú segja það. Ég held það hafi gripið um sig örvænting og okkur fannst öllum að Rás 1 væri í rúst. Drukknandi fólk grípur hvaða reipi sem er og það var eðlilegt að það krefðist svara sem ekki voru í boði þessa daga. Auðvitað var samt verið að vinna hörðum höndum að því að ljúka við uppsetningu nýs dagskrárplans sem hafði verið í undirbúningi lengi.“Hagsmunabarátta Manni hefur líka sýnst að það séu einkum listamenn sem fara fyrir þessum mótmælum, eru þeir ekki bara í grímulausri hagsmunabaráttu þar sem þeir óttast að missa spón úr aski sínum? „Örugglega óttast þeir að missa spón úr aski sínum þar sem útvarpið hefur verið gríðarlegur vettvangur fyrir þá bæði sem spegill, eða auglýsingagluggi, og vinnuveitandi. Þannig að það er ekkert skrítið þótt þeim sé annt um dagskrá þess. Hins vegar fannst manni umræðan reyndar stundum snúast um það hvar þeir ættu nú að fá hundraðþúsundkallinn sinn og að þeim væri meira umhugað um eigin buddu en framtíð Ríkisútvarpsins, en ég ætla þeim það nú ekki.“ Umræðan hljómar líka ekki sannfærandi sem barátta fyrir almannaútvarpi, er ekki verið að heimta elítuútvarp? „Það er dálítið vandratað einstigi. Ríkisútvarpið á auðvitað að vera fyrir allan almenning, en það hefur líka ríkt menningarhlutverk sem því ber að sinna og mun halda áfram að sinna. Hlustunartölur segja ekki alla söguna. Það hafa allar einkareknar útvarpsstöðvar sína markhópa og sérhanna þætti sína með það í huga að höfða til ákveðins aldurshóps eða kyns. En við á Rás 1 og Rás 2 gerum það ekki. Við höfum bara einn markhóp; viti borið fólk.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Magnús R. Einarsson var ráðinn tímabundið sem dagskrárstjóri útvarpssviðs RÚV, ásamt Þóru Pétursdóttur rekstrarstjóra, eftir að umsóknarferlið var stöðvað og því frestað að ráða dagskrárstjóra. Magnús var meðal umsækjenda um starfið en fékk þó ekki ráðningu þrátt fyrir tæpa 29 ára reynslu sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi. Kann hann einhverja skýringu á því hvers vegna hann fékk ekki stöðuna? „Ég vissi vel þegar ég sótti um að ég fengi hana ekki. Sennilega er ég ekki af réttu kyni fyrir utan það að ég er ekki með háskólapróf. Umsóknin var bara yfirlýsing um að ég væri tilbúinn til að taka starfið að mér og treysti mér til að takast á við það.“ Þú hafðir verið að vinna með fyrrverandi dagskrárstjóra, Margréti Marteinsdóttur, að skipulagi breytinga á dagskrá Rásar 1, var ekki eðlilegt að þú héldir því starfi áfram? „Jú, það er rétt. Ég var aðstoðarmaður Margrétar eftir að hún tók við og við vorum búin að vera að skoða töluverðar breytingar á dagskrá Rásar 1. Þá vorum við helst að horfa til módels sem sett var upp 1989 en gekk ekki upp þá. Við útfærðum þetta betur og horfðum líka til þess hvernig bandarískt almannaútvarp er upp sett og fengum ýmsar hugmyndir þaðan.“Litlar áherslubreytingar Nú ertu búinn að kynna fyrirhugaðar dagskrárbreytingar fyrir stjórn og starfsfólki RÚV, hverjar eru helstu áherslubreytingarnar? „Form þeirrar dagskrár sem verið hefur hingað til er ævagamalt og miðast við aðra tækni en við höfum í dag. Það sem gerði þessa breytingu spennandi í okkar augum var að tæknin hefur breyst svo hratt og mikið að það er hægt að gera allt aðra hluti í dagskrá en áður. Stafræna byltingin hefur gjörbreytt útvarpinu. Í gamla kerfinu réðst það stundum meira af lengd þátta en innihaldi hvernig þeim var raðað saman og áferðin varð því dálítið köflótt. Áherslubreytingarnar eru hins vegar í sjálfu sér litlar sem engar. Áherslan er sem fyrr á íslenska menningu og við sinnum henni aðallega á þremur póstum; það er útvarpssagan, það er Sinfónían og það er útvarpsleikhúsið. Þessir þrír póstar hafa lengi verið meginstoðirnar í menningardagskrá Rásar 1 og verða það áfram. Áferð dagskrárinnar hins vegar breytist á þann hátt að hlutverk þula verður skilgreint upp á nýtt, það verða ekki lengur dagskrárþulir, einungis auglýsingaþulir. Deginum verður skipt upp í fjóra fleka með magasínþáttum sem síðan eru fleygaðir með tónlistarþáttum. Kvöldin verða svo helguð klassískri tónlist. Þessi dagskrárrammi sem við settum fram er hugsaður sem vinnuplagg sem starfsmenn munu svo taka þátt í að fullmóta á næstu vikum.“ Það stóð sem sagt aldrei til að hætta að útvarpa tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, þrátt fyrir háværar fullyrðingar um annað? „Nei, það stóð aldrei til. Það er mikill misskilningur.“ Hvað með Víðsjá, hverfur hún? „Nei, þvert á móti. Víðsjá verður áfram á dagskrá og þátturinn meira að segja lengdur um helming og bætt við mannskap í gerð hans.“Rekið úr öllum deildum Þannig að þessi ramakvein um eyðileggingu menningarumfjöllunar Rásar 1 eiga ekki við nein rök að styðjast? „Alls ekki. Auðvitað verður þetta ekki eins og það var, enda ekkert keppikefli að halda öllu óbreyttu. Það var stefnt að því að þessar breytingar gengju í gegn um mitt næsta ár, enda eru þær mjög nauðsynlegar, en auðvitað var óheppilegt að þær skyldi bera að með þessum hætti.“ Ein fullyrðingin úr umræðunni er að það hafi engin hugsun legið að baki brottrekstrum og að allir sem reknir voru hafi haft bein afskipti af dagskrárgerð. Er það rétt? „Nei, það er enn einn misskilningurinn sem hefur fengið vængi. Það lá margra mánaða vinna að baki þessum uppsögnum og fólki var fækkað í öllum deildum RÚV nema nýmiðladeild, enda vinna þar bara fjórir starfsmenn.“ Þannig að starfsmenn stofnunarinnar ljúga því blákalt að þessar breytingar hafi komið sem þruma úr heiðskíru lofti? „Ekki myndi ég nú segja það. Ég held það hafi gripið um sig örvænting og okkur fannst öllum að Rás 1 væri í rúst. Drukknandi fólk grípur hvaða reipi sem er og það var eðlilegt að það krefðist svara sem ekki voru í boði þessa daga. Auðvitað var samt verið að vinna hörðum höndum að því að ljúka við uppsetningu nýs dagskrárplans sem hafði verið í undirbúningi lengi.“Hagsmunabarátta Manni hefur líka sýnst að það séu einkum listamenn sem fara fyrir þessum mótmælum, eru þeir ekki bara í grímulausri hagsmunabaráttu þar sem þeir óttast að missa spón úr aski sínum? „Örugglega óttast þeir að missa spón úr aski sínum þar sem útvarpið hefur verið gríðarlegur vettvangur fyrir þá bæði sem spegill, eða auglýsingagluggi, og vinnuveitandi. Þannig að það er ekkert skrítið þótt þeim sé annt um dagskrá þess. Hins vegar fannst manni umræðan reyndar stundum snúast um það hvar þeir ættu nú að fá hundraðþúsundkallinn sinn og að þeim væri meira umhugað um eigin buddu en framtíð Ríkisútvarpsins, en ég ætla þeim það nú ekki.“ Umræðan hljómar líka ekki sannfærandi sem barátta fyrir almannaútvarpi, er ekki verið að heimta elítuútvarp? „Það er dálítið vandratað einstigi. Ríkisútvarpið á auðvitað að vera fyrir allan almenning, en það hefur líka ríkt menningarhlutverk sem því ber að sinna og mun halda áfram að sinna. Hlustunartölur segja ekki alla söguna. Það hafa allar einkareknar útvarpsstöðvar sína markhópa og sérhanna þætti sína með það í huga að höfða til ákveðins aldurshóps eða kyns. En við á Rás 1 og Rás 2 gerum það ekki. Við höfum bara einn markhóp; viti borið fólk.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira