Leið eins og í sögu eftir Kafka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2013 10:00 „Í okkar fundahöldum hreytti Kristín í mig: „Þín reynsla skiptir engu máli“ og mannauðsstjórinn deplaði ekki auga og hafði ekkert við þessi ummæli að athuga,“ segir íþróttafréttamaðurinn til tuttugu ára. Fréttablaðið/Stefán „Ef það er eitthvað sem ég á nóg af núna þá er það tími. Ég er reyndar í pabba og afahlutverkinu í fullu starfi og það er stórskemmtilegt, verst hvað það er illa borgað!“ segir Adolf Ingi Erlingsson glaðlega þegar valinn er tími fyrir helgarviðtal. Hann er búinn að moka af tröppunum þegar ég mæti og býður upp á Cappucchino og belgíska súkkulaðiköku í huggulegri stofu þar sem myndlist prýðir veggina og hvert verk á sína sögu. Adolf Ingi er einn þeirra sem sagt var upp störfum nýlega á Ríkisútvarpinu eftir 22 ára starf. Það kom honum ekkert gríðarlega á óvart. „Þegar búið er að ýta manni út í horn má maður eiga von á fallöxinni og þótt það sé högg að fá uppsögn er líka smá léttir að þurfa ekki að mæta í vinnu á morgnana og finnast maður niðurlægður,“ segir hann og kveðst hafa verið ósáttur við sitt hlutskipti á RÚV síðustu misseri. „Ég held að það fari ekki framhjá neinum sem fylgist eitthvað með íþróttafréttum að ég hef nánast horfið af skjánum síðustu þrjú árin. Fólk spurði bæði mig og konuna mína hvort ég væri hættur og hvað ég væri farinn að gera - sem ég hafði aldrei lent í áður, þar sem ég hafði troðið mér inn á heimili fólks reglulega!“Sérhæfing og stéttaskipting Haustið 1991 byrjaði Adolf Ingi með vikulegan íþróttaþátt fyrir börn og unglinga í útvarpinu sem hét Íþróttaspegillinn. Um vorið fékk hann vinnu við helgarútgáfu Rásar tvö en um haustið 1992 var hann ráðinn inn á íþróttadeildina og þar var hann þar til í næstsíðustu viku, undir ýmsum stjórnendum eins og hann lýsir. „Fyrsti yfirmaður minn var Ingólfur Hannesson, svo kom Samúel Örn Erlingsson. Síðan var íþróttadeildin sett undir innlenda dagskrárdeild, sem Þórhallur Gunnarsson var nýtekinn við en Hrafnkell heitinn Kristjánsson sá um daglega stjórnun. Haustið 2008, kortéri fyrir hrun, var deildin færð undir sameinaða fréttastofu RÚV sem Óðinn Jónsson stjórnaði en Margrét Marteinsdóttir, einn varafréttastjóranna, átti að sinna okkar hluta með öðru. Stuttu seinna var Kristín Hálfdánardóttir fengin úr bókhaldinu til að vinna með Margréti og sjá um fjárhagshlutann. Vorið 2009, þegar fullreynt var að hægt væri að sinna þessu í hlutastarfi, var ákveðið að Kristín tæki það að sér. Hún hafði aldrei fengist við fréttamennsku eða dagskrárgerð. Auðvitað má endalaust deila um hvort menn eigi að hafa einhverja kunnáttu til verka en ég held það þætti mjög skrítið ef fréttastjóri útvarps eða sjónvarps hefði aldrei unnið sem fréttamaður. Kristín er nefnilega líka faglegur yfirmaður íþróttadeildar og fór fljótlega að skipta sér af því hvernig við unnum fréttir. Það fór að koma meiri sérhæfing inn og jafnvel stéttaskipting. Hún ákvað að hafa sérstaka menn bara í þáttagerð og aðra í fréttavinnslu en áður skiptum við verkefnum nokkuð jafnt á milli okkar og gengum í öll störf. Ég held að flestum hafi líkað fjölbreytnin og að vinna bæði í útvarp sjónvarp. Fá líka stundum lausn frá fréttavöktum og búa til þætti.“ Kom ykkur Kristínu illa saman? „Ég var langelstur í starfi á deildinni og ekki alltaf sammála öllu sem hún lagði til. Við getum sagt að fljótlega hafi myndast núningur. Síðustu tvö árin hefur svo óbilgirnin í minn garð farið vaxandi og bitastæðum og skemmtilegum verkefnum mínum fækkað.“Skemmtilegasta starf í heimi Íþróttafréttamennska er skemmtilegasta starf í heimi fyrir fólk með áhuga á sporti, að mati Adolfs Inga. „Áhuginn er auðvitað forsenda þess að maður velur þetta starf. Ekki er það fyrir peningana eða vinnutímann,“ segir hann. Víst getur verið misjöfn stemning á stórmótum eins og hann lýsir. „Fyrsta mótið mitt með handboltalandsliðinu var í Króatíu 2000 og það tapaði öllum leikjunum nema þeim síðasta þar sem spilað var um 12. sætið gegn Úkraníu. Þegar komnir eru sex til sjö tapleikir í röð þá er gamanið svolítið farið að fara af – og erfitt að mæta strákunum eftir leik og spyrja eina ferðina enn „hvað fór úrskeiðis?“. En ferðir á stórmót er samt það skemmtilegasta við starfið. Þær eru eiginlega umbunin fyrir að ganga fréttavaktirnar. Að fara á ólympíuleika er ótrúlegt ævintýri. Það er líka einstakt að vera á stórmótum í handbolta þegar Íslendingar eru að berjast við þá allra bestu í heimi, líka að fara á smáþjóðaleika og á ólympíuleika fatlaðra.“ Var þetta allt tekið af þér? „Svona meira og minna. Það urðu eiginlega vatnaskil eftir Evrópumótið í handbolta 2010. Það var síðasta stórmótið sem ég fór á í þeirri grein. Tveimur mánuðum síðar komu Frakkar hingað og spiluðu tvo vináttuleiki, ég lýsti öðrum þeirra og síðan hef ég ekki lýst leik með handboltalandsliðinu í sjónvarpi. En þegar kom að ólympíuleikunum í London 2012 var ég eini fréttamaðurinn í deildinni sem hafði reynslu af slíkum leikum, þeir eru svo risastórir og þar er allt svo flókið að það hefur trúlega ekki þótt ráðlegt að vera þar með eintóma nýliða. Þessvegna held að ég að ég hafi fengið að fara þangað. Ég hef ekki farið á mót í handboltanum, hvorki karla né kvenna í tæp fjögur ár, ekki Evrópumót kvenna í fótbolta og ekki Evrópumót karla undir 21 árs í fótbolta. Það var búið að gefa út hverjir ættu að fara á Evrópumótið núna í janúar og eins vetrarólympíuleikana í febrúar. Ég var ekki á þeim listum. Ég hef aldrei gert kröfu um neitt né neitt eða talið mig eiga eitthvað en hinsvegar finnst mér allt í lagi að mönnum sé sýnd sanngirni í úthlutun á ferðum, eins og öðru.“Látinn skrifa undir betrunarskjal Vorið 2011 fannst Adolf Inga orðið áberandi að framhjá honum væri gengið. „Fólk innan RÚV og utan tók líka eftir því að ég var ekki með í þáttum eða að lýsa,“ segir hann og heldur áfram. „Ég var ósáttur og það endaði með því að ég fór til Óðins Jónssonar fréttastjóra og kvartaði. Vildi fá einhverja úrlausn og málinu var vísað til mannauðsstjóra ríkisútvarpsins, Berglindar Guðrúnar Bergþórsdóttur. Þar fékk það ótrúlega afgreiðslu og mér leið eins og í skáldsögu eftir Kafka. Við vorum bara þrjú saman á fundi, mannauðsstjórinn, Kristín og ég og áður en ég vissi af var staðan orðin: ég á móti þeim. Kristín mætti með allskonar ávirðingar á mig og vitnaði í hina og þessa um það hversu illa ég stæði mig og væri slæmur í samstarfi og áður en yfir lauk var ég látinn skrifa undir skjal þar sem ég lofaði bót og betrun, með hótun um uppsögn ef ég skrifaði ekki undir. Mín umkvörtun snerist þannig algerlega gegn mér. Ég sat bara sem lamaður, einn á móti tveimur og ekkert mark var á mér tekið. Þetta var sárt. Mig hefur aldrei vantað í vinnu og það sveið mjög að vera brigslað um að vera lélegur starfsmaður.“ Mannauðsstjórinn hefur semsagt ekki borið klæði á vopnin? „Ég vil sem minnst tjá mig um störf Berglindar Guðrúnar en get þó sagt hiklaust að hún nýtur ekki trausts almennra starfsmanna innan RÚV og ég er ekki sá eini sem hef komið brenndur út úr samskiptum við hana. Hún virðist ekki átta sig á því hvað mannauður snýst um. Til dæmis í okkar fundahöldum hreytti Kristín í mig: „Þín reynsla skiptir engu máli,“ og mannauðsstjórinn deplaði ekki auga og hafði ekkert við þessi ummæli að athuga.“ Eftir þetta upplifði Adolf Ingi að Kristínu fyndist hún hafa fengið skotleyfi á hann því framkoma hennar versnaði, að hans sögn. „Vorið 2012 vildi Kristín að ég færi af fréttavöktum og að vinna á vefnum og vefútvarpinu. Mér var gert ljóst að ég hefði engan valkost og ég samþykkti að prófa í nokkra mánuði með því skilyrði að ég lækkaði ekki í tekjum. Reyndar var líka í samkomulaginu að ég sæti til jafns við hina að lýsingum og öðrum verkefnum. Svo geta menn séð hvort staðið hefur verið við það. Ég var færður til veffréttafólksins þó auðvitað ætti ég miklu meira sameiginlegt með íþróttafréttafólkinu en þeim sem eru að ná í nýjustu fréttir af Justin Biber, eldgosum úti í heimi og hinu og þessu. Loks var samþykkt að ég færi aftur yfir í íþróttadeildina en þá var búið að úthluta borðinu sem ég hafði setið við í mörg ár og í nokkra mánuði var ég hoppandi milli borða og tölva. Það sem stakk þó mest var að starfsreynslan var einskis metin og verkefnum var haldið frá mér. Ég var eini maðurinn á deildinni sem vann ekkert í sjónvarpi, afleysingarfólk var tekið þar inn frekar en hóa í mig. Það var ákvörðun að ofan. Tveir fréttamenn voru nánast bara í þáttagerð og tveir gengu vaktir, en ég vann efni á vefinn frá níu til fimm. Fréttamennirnir voru að kikna því að keyra þessar vaktir á tveimur mönnum er mjög stíft. Í sumar voru þeir farnir að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að jafna álaginu aðeins og fá mig í lið með sér en þá sagði Kristín við mig: „Þú ferð ekki aftur í sjónvarp.““ „Í haust var Ríkisútvarpið með stærstu útsendingu allra tíma, Ísland Króatía í umspili. Þá sat ég bara og boraði í nefið,“ segir Adolf Ingi. „Reyndar var ég beðinn að taka ljósmyndir og tveimur tímum fyrir útsendingu kom fyrirspurn um hvort ég gæti farið upp í Laugardalshöll og tekið viðtöl við stuðningsmenn í anddyrinu. Það var mín aðkoma að þessari risaútsendingu. Tveir nýjustu fréttamenn RÚV lýstu seinni leiknum í Zagreb en ég bara hjólaði hingað heim og horfði á leikinn í sjónvarpi.“ Adolf Ingi segir íþróttafréttamennsku hans gegnum tíðina hafa snúist um allt annað en bara að stimpla sig inn og út. „Sumir hafa litið á íþróttafréttamennsku sem nokkurskonar stökkpall en fljótlega eftir að ég byrjaði fann ég að ég vildi að þetta yrði ævistarfið. Ég lét vinnuna oft ganga fyrir fjölskyldunni. Ég var líka formaður samtaka íþróttafréttamanna í sjö ár og 2009 var ég kosinn í stjórn alþjóðasamtaka íþróttafréttamanna AIPS og er eini Íslendingurinn sem hef verið í stjórn þar. Ég hef unnið fyrir samtökin við að kenna á námskeiðum fyrir unga íþróttafréttamenn um allan heim, var síðast í október og nóvember í Dubai þeirra erinda.“Var eiginlega rænt Veistu eitthvað hvað við tekur nú? „Nei, það tekur smátíma að lenda. Mér bauðst starf hjá evrópska handknattleikssambandinu í fyrravetur sem ég afþakkaði, eins gæti ég fengið meira að gera hjá alþjóðasamtökunum AIPS en það er ekkert á döfinni að flytja út. Við eigum börn hér og barnabörn og foreldra sem eru farnir að reskjast. Við eigum fatlaðan strák sem er á góðum stað í skóla og íþróttaiðkun er með bestu aðstöðu sem hugsast getur í göngufæri frá heimili okkar. Hann æfir sund með íþróttafélagi fatlaðra, dreymir um að komast á ólympíumót fatlaðra og leggur gríðarlega mikið á sig. Við förum ekkert í einhverja óvissu út í heimi þegar þetta er draumurinn hans. Eiginkona Adolfs Inga heitir Þórunn Sigurðardóttir, kölluð Systa. Hún er Akureyringur að uppruna og starfar sem hárgreiðslumeistari á Spörtu á Laugarásvegi 1. En hvaðan er Adolf Ingi sjálfur? „Ég er fæddur hér í Reykjavík og átti heima fyrstu árin á Bergstaðastræti. Svo byggðu mamma og pabbi hús í Túnunum í Garðabæ en skildu stuttu seinna. Mamma kynntist stjúpa mínum sem er Svíi og var yfirverkfræðingur við byggingu álversins í Straumsvík. Þau stungu af til Svíþjóðar og ég tekinn með, þá sex ára. Það má eiginlega segja að mér hafi verið rænt. Ég vissi ekkert fyrr en ég var kominn inn í flugvél á leið til Stokkhólms. Vélin millilenti í Ósló og til að róa mig var keyptur handa mér Batman bíll og ísbjörn. Við komum seint að kvöldi til Stokkhólms. Ég man enn að á leið frá flugvellinum til borgarinnar sá ég skilti sem á stóð 130 og ég hugsaði: Vá, það má keyra á 130 hérna! Það tók auðvitað sinn tíma að aðlagast lífinu í Svíþjóð og ég saknaði pabba.“ Í Svíþjóð bjó Adolf í fimm ár en sumarið 1974 ákváðu móðir hans og stjúpi að flytja heim til Íslands og hann til pabba síns. „Pabbi bjó þá á Akureyri. Hann var klæðskeri og vann í herrafatadeild KEA. Ég flutti til hans og stjúpu minnar sumarið 1974, 12 ára gamall,“ rifjar hann upp.Fékk stóra lottóvinninginn Athygli vakti þegar Adolf Ingi talaði sænsku eins og innfæddur við Svíann Lars Lagerbäck. Skyldi hann halda sænskunni svona vel við frá því hann var barn í Svíþjóð? „Já, ég hef gaman af tungumálum og nýt líka góðs af því að eiga sænskan stjúpa,“ segir hann. „Svo býr systir mín líka úti. En það liðu 13 og hálft ár frá því ég flutti til Íslands þar til ég fór til Svíþjóðar aftur. Það var svolítið dramatískt. Ég átti nefnilega svo góða vinkonu þarna úti þegar ég var barn, við vorum eins og samloka, alltaf saman í skólanum og annað hvort fór ég með henni heim á eftir eða hún með mér. Vorum ofboðslega náin. Allt í einu stóðum við frammi fyrir því að þurfa að skilja, hágrátandi og lofandi hvort öðru því að sjást næsta sumar. Svo liðu þrettán og hálft ár þangað til við hittumst næst. Þá átti ég orðið fjölskyldu en dreif mig til Svíþjóðar og hitti systur mína og þessa gömlu vinkonu.“ Þú hefur semsagt fundið þína konu á Akureyri í millitíðinni? „Já, ég fékk stóra lottóvinninginn haustið 1978, tæpri viku eftir að ég varð 16 ára. Þá byrjuðum við Systa saman og erum búin að vera saman í 35 ár. Við eignuðumst dóttur tveimur árum síðar, þegar hún var sextán, var kasólétt í 9. bekk - dóttir yfirkennarans. Ég hef alltaf sagt „Ef þú ætlar að gera skandal, þá hafðu hann almennilegan!“ Ég kláraði menntaskólann fyrir norðan og fór síðan suður að læra ensku í háskólanum og bjó hjá mömmu. Það var haustið 1983. Ári síðar fluttu mæðgurnar suður. Ég ætlaði að klára háskólann og Systa hárgreiðsluna en við erum hér enn.“ Elsta dóttir Adolfs Inga heitir Elva Dröfn. Marinó Ingi er næstur og Þórkatla Ragna yngst. „Það liðu sextán ár á milli fyrsta og annars barns. Svo sex ár. Þá vorum við komin úr því að vera fáránlega ungir foreldrar yfir í að vera næstum eins og afi og amma þegar við vorum að sækja Þórkötlu Rögnu á leikskólann,“ segir Adolf Ingi og sýnir mér mynd af þeim Systu með frumburðinn, þegar þau sjálf voru börn.Páll með frítt spil En aftur að Ríkisútvarpinu. Adolf Ingi telur ohf væðinguna hafa verið óheillaskref. „Páll Magnússon útvarpsstjóri sótti það stíft að Rúv yrði breytt í opinbert hlutafélag. Eftir það sýnist mér og fleirum að hann hafi fengið frítt spil til að reka það eins og eigið fyrirtæki. Andrúmsloftið hefur mikið breyst. Okkur var sagt frá upphafi að við ættum að sætta okkur við lægri laun en á frjálsa markaðinum af því að réttindin væru svo mikil. En þegar fyrirtækið varð hlutafélag fuku réttindin út um gluggann. Eftir tuttugu og tveggja ára starf er ég með þriggja mánaða uppsagnarfrest og ég var á fyrirframgreiddum launum þannig að í raun eru þetta tveir mánuðir og enginn biðlaunaréttur eins og fyrir breytinguna,“ lýsir hann. Ýmislegt fleira telur hann gagnrýnisvert við stjórnun Páls á RÚV. Eitt af því er að dóttir hans, Edda Sif, skyldi vera þar við störf. „Bara svo það komi skýrt fram þá erum við Edda Sif náskyld og ég er búinn að fylgjast með henni frá fæðingu. Hún er flott, klár og dugleg stelpa og hefur staðið sig með sóma,“ segir hann. „Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að á meðan pabbi hennar er æðsti stjórnandi Ríkisútvarpsins hafi hún ekki átt að vinna þar, sama hversu vel hún gerði. Öll upphefð hjá henni olli tortryggni þannig að hún var ekki í eðlilegri stöðu. Yfirmenn hennar voru ekki í eðlilegri stöðu því hvernig áttu þeir að tækla það ef eitthvað kom upp á? Samstarfsmenn voru ekki í eðlilegri stöðu heldur ef eitthvað gerðist milli þeirra og hennar, eins og dæmi sýndi. Páll virðist ótrúlega blindur fyrir ýmsu sem snýr að honum. Ég held að ekkert eitt atriði hafi skaðað Ríkisútvarpið eins mikið og Audi-jeppinn sem hann hékk á eins og hundur á roði og var orðinn táknmynd spillingar og bruðls í þjóðfélaginu.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
„Ef það er eitthvað sem ég á nóg af núna þá er það tími. Ég er reyndar í pabba og afahlutverkinu í fullu starfi og það er stórskemmtilegt, verst hvað það er illa borgað!“ segir Adolf Ingi Erlingsson glaðlega þegar valinn er tími fyrir helgarviðtal. Hann er búinn að moka af tröppunum þegar ég mæti og býður upp á Cappucchino og belgíska súkkulaðiköku í huggulegri stofu þar sem myndlist prýðir veggina og hvert verk á sína sögu. Adolf Ingi er einn þeirra sem sagt var upp störfum nýlega á Ríkisútvarpinu eftir 22 ára starf. Það kom honum ekkert gríðarlega á óvart. „Þegar búið er að ýta manni út í horn má maður eiga von á fallöxinni og þótt það sé högg að fá uppsögn er líka smá léttir að þurfa ekki að mæta í vinnu á morgnana og finnast maður niðurlægður,“ segir hann og kveðst hafa verið ósáttur við sitt hlutskipti á RÚV síðustu misseri. „Ég held að það fari ekki framhjá neinum sem fylgist eitthvað með íþróttafréttum að ég hef nánast horfið af skjánum síðustu þrjú árin. Fólk spurði bæði mig og konuna mína hvort ég væri hættur og hvað ég væri farinn að gera - sem ég hafði aldrei lent í áður, þar sem ég hafði troðið mér inn á heimili fólks reglulega!“Sérhæfing og stéttaskipting Haustið 1991 byrjaði Adolf Ingi með vikulegan íþróttaþátt fyrir börn og unglinga í útvarpinu sem hét Íþróttaspegillinn. Um vorið fékk hann vinnu við helgarútgáfu Rásar tvö en um haustið 1992 var hann ráðinn inn á íþróttadeildina og þar var hann þar til í næstsíðustu viku, undir ýmsum stjórnendum eins og hann lýsir. „Fyrsti yfirmaður minn var Ingólfur Hannesson, svo kom Samúel Örn Erlingsson. Síðan var íþróttadeildin sett undir innlenda dagskrárdeild, sem Þórhallur Gunnarsson var nýtekinn við en Hrafnkell heitinn Kristjánsson sá um daglega stjórnun. Haustið 2008, kortéri fyrir hrun, var deildin færð undir sameinaða fréttastofu RÚV sem Óðinn Jónsson stjórnaði en Margrét Marteinsdóttir, einn varafréttastjóranna, átti að sinna okkar hluta með öðru. Stuttu seinna var Kristín Hálfdánardóttir fengin úr bókhaldinu til að vinna með Margréti og sjá um fjárhagshlutann. Vorið 2009, þegar fullreynt var að hægt væri að sinna þessu í hlutastarfi, var ákveðið að Kristín tæki það að sér. Hún hafði aldrei fengist við fréttamennsku eða dagskrárgerð. Auðvitað má endalaust deila um hvort menn eigi að hafa einhverja kunnáttu til verka en ég held það þætti mjög skrítið ef fréttastjóri útvarps eða sjónvarps hefði aldrei unnið sem fréttamaður. Kristín er nefnilega líka faglegur yfirmaður íþróttadeildar og fór fljótlega að skipta sér af því hvernig við unnum fréttir. Það fór að koma meiri sérhæfing inn og jafnvel stéttaskipting. Hún ákvað að hafa sérstaka menn bara í þáttagerð og aðra í fréttavinnslu en áður skiptum við verkefnum nokkuð jafnt á milli okkar og gengum í öll störf. Ég held að flestum hafi líkað fjölbreytnin og að vinna bæði í útvarp sjónvarp. Fá líka stundum lausn frá fréttavöktum og búa til þætti.“ Kom ykkur Kristínu illa saman? „Ég var langelstur í starfi á deildinni og ekki alltaf sammála öllu sem hún lagði til. Við getum sagt að fljótlega hafi myndast núningur. Síðustu tvö árin hefur svo óbilgirnin í minn garð farið vaxandi og bitastæðum og skemmtilegum verkefnum mínum fækkað.“Skemmtilegasta starf í heimi Íþróttafréttamennska er skemmtilegasta starf í heimi fyrir fólk með áhuga á sporti, að mati Adolfs Inga. „Áhuginn er auðvitað forsenda þess að maður velur þetta starf. Ekki er það fyrir peningana eða vinnutímann,“ segir hann. Víst getur verið misjöfn stemning á stórmótum eins og hann lýsir. „Fyrsta mótið mitt með handboltalandsliðinu var í Króatíu 2000 og það tapaði öllum leikjunum nema þeim síðasta þar sem spilað var um 12. sætið gegn Úkraníu. Þegar komnir eru sex til sjö tapleikir í röð þá er gamanið svolítið farið að fara af – og erfitt að mæta strákunum eftir leik og spyrja eina ferðina enn „hvað fór úrskeiðis?“. En ferðir á stórmót er samt það skemmtilegasta við starfið. Þær eru eiginlega umbunin fyrir að ganga fréttavaktirnar. Að fara á ólympíuleika er ótrúlegt ævintýri. Það er líka einstakt að vera á stórmótum í handbolta þegar Íslendingar eru að berjast við þá allra bestu í heimi, líka að fara á smáþjóðaleika og á ólympíuleika fatlaðra.“ Var þetta allt tekið af þér? „Svona meira og minna. Það urðu eiginlega vatnaskil eftir Evrópumótið í handbolta 2010. Það var síðasta stórmótið sem ég fór á í þeirri grein. Tveimur mánuðum síðar komu Frakkar hingað og spiluðu tvo vináttuleiki, ég lýsti öðrum þeirra og síðan hef ég ekki lýst leik með handboltalandsliðinu í sjónvarpi. En þegar kom að ólympíuleikunum í London 2012 var ég eini fréttamaðurinn í deildinni sem hafði reynslu af slíkum leikum, þeir eru svo risastórir og þar er allt svo flókið að það hefur trúlega ekki þótt ráðlegt að vera þar með eintóma nýliða. Þessvegna held að ég að ég hafi fengið að fara þangað. Ég hef ekki farið á mót í handboltanum, hvorki karla né kvenna í tæp fjögur ár, ekki Evrópumót kvenna í fótbolta og ekki Evrópumót karla undir 21 árs í fótbolta. Það var búið að gefa út hverjir ættu að fara á Evrópumótið núna í janúar og eins vetrarólympíuleikana í febrúar. Ég var ekki á þeim listum. Ég hef aldrei gert kröfu um neitt né neitt eða talið mig eiga eitthvað en hinsvegar finnst mér allt í lagi að mönnum sé sýnd sanngirni í úthlutun á ferðum, eins og öðru.“Látinn skrifa undir betrunarskjal Vorið 2011 fannst Adolf Inga orðið áberandi að framhjá honum væri gengið. „Fólk innan RÚV og utan tók líka eftir því að ég var ekki með í þáttum eða að lýsa,“ segir hann og heldur áfram. „Ég var ósáttur og það endaði með því að ég fór til Óðins Jónssonar fréttastjóra og kvartaði. Vildi fá einhverja úrlausn og málinu var vísað til mannauðsstjóra ríkisútvarpsins, Berglindar Guðrúnar Bergþórsdóttur. Þar fékk það ótrúlega afgreiðslu og mér leið eins og í skáldsögu eftir Kafka. Við vorum bara þrjú saman á fundi, mannauðsstjórinn, Kristín og ég og áður en ég vissi af var staðan orðin: ég á móti þeim. Kristín mætti með allskonar ávirðingar á mig og vitnaði í hina og þessa um það hversu illa ég stæði mig og væri slæmur í samstarfi og áður en yfir lauk var ég látinn skrifa undir skjal þar sem ég lofaði bót og betrun, með hótun um uppsögn ef ég skrifaði ekki undir. Mín umkvörtun snerist þannig algerlega gegn mér. Ég sat bara sem lamaður, einn á móti tveimur og ekkert mark var á mér tekið. Þetta var sárt. Mig hefur aldrei vantað í vinnu og það sveið mjög að vera brigslað um að vera lélegur starfsmaður.“ Mannauðsstjórinn hefur semsagt ekki borið klæði á vopnin? „Ég vil sem minnst tjá mig um störf Berglindar Guðrúnar en get þó sagt hiklaust að hún nýtur ekki trausts almennra starfsmanna innan RÚV og ég er ekki sá eini sem hef komið brenndur út úr samskiptum við hana. Hún virðist ekki átta sig á því hvað mannauður snýst um. Til dæmis í okkar fundahöldum hreytti Kristín í mig: „Þín reynsla skiptir engu máli,“ og mannauðsstjórinn deplaði ekki auga og hafði ekkert við þessi ummæli að athuga.“ Eftir þetta upplifði Adolf Ingi að Kristínu fyndist hún hafa fengið skotleyfi á hann því framkoma hennar versnaði, að hans sögn. „Vorið 2012 vildi Kristín að ég færi af fréttavöktum og að vinna á vefnum og vefútvarpinu. Mér var gert ljóst að ég hefði engan valkost og ég samþykkti að prófa í nokkra mánuði með því skilyrði að ég lækkaði ekki í tekjum. Reyndar var líka í samkomulaginu að ég sæti til jafns við hina að lýsingum og öðrum verkefnum. Svo geta menn séð hvort staðið hefur verið við það. Ég var færður til veffréttafólksins þó auðvitað ætti ég miklu meira sameiginlegt með íþróttafréttafólkinu en þeim sem eru að ná í nýjustu fréttir af Justin Biber, eldgosum úti í heimi og hinu og þessu. Loks var samþykkt að ég færi aftur yfir í íþróttadeildina en þá var búið að úthluta borðinu sem ég hafði setið við í mörg ár og í nokkra mánuði var ég hoppandi milli borða og tölva. Það sem stakk þó mest var að starfsreynslan var einskis metin og verkefnum var haldið frá mér. Ég var eini maðurinn á deildinni sem vann ekkert í sjónvarpi, afleysingarfólk var tekið þar inn frekar en hóa í mig. Það var ákvörðun að ofan. Tveir fréttamenn voru nánast bara í þáttagerð og tveir gengu vaktir, en ég vann efni á vefinn frá níu til fimm. Fréttamennirnir voru að kikna því að keyra þessar vaktir á tveimur mönnum er mjög stíft. Í sumar voru þeir farnir að velta fyrir sér hvort ekki væri hægt að jafna álaginu aðeins og fá mig í lið með sér en þá sagði Kristín við mig: „Þú ferð ekki aftur í sjónvarp.““ „Í haust var Ríkisútvarpið með stærstu útsendingu allra tíma, Ísland Króatía í umspili. Þá sat ég bara og boraði í nefið,“ segir Adolf Ingi. „Reyndar var ég beðinn að taka ljósmyndir og tveimur tímum fyrir útsendingu kom fyrirspurn um hvort ég gæti farið upp í Laugardalshöll og tekið viðtöl við stuðningsmenn í anddyrinu. Það var mín aðkoma að þessari risaútsendingu. Tveir nýjustu fréttamenn RÚV lýstu seinni leiknum í Zagreb en ég bara hjólaði hingað heim og horfði á leikinn í sjónvarpi.“ Adolf Ingi segir íþróttafréttamennsku hans gegnum tíðina hafa snúist um allt annað en bara að stimpla sig inn og út. „Sumir hafa litið á íþróttafréttamennsku sem nokkurskonar stökkpall en fljótlega eftir að ég byrjaði fann ég að ég vildi að þetta yrði ævistarfið. Ég lét vinnuna oft ganga fyrir fjölskyldunni. Ég var líka formaður samtaka íþróttafréttamanna í sjö ár og 2009 var ég kosinn í stjórn alþjóðasamtaka íþróttafréttamanna AIPS og er eini Íslendingurinn sem hef verið í stjórn þar. Ég hef unnið fyrir samtökin við að kenna á námskeiðum fyrir unga íþróttafréttamenn um allan heim, var síðast í október og nóvember í Dubai þeirra erinda.“Var eiginlega rænt Veistu eitthvað hvað við tekur nú? „Nei, það tekur smátíma að lenda. Mér bauðst starf hjá evrópska handknattleikssambandinu í fyrravetur sem ég afþakkaði, eins gæti ég fengið meira að gera hjá alþjóðasamtökunum AIPS en það er ekkert á döfinni að flytja út. Við eigum börn hér og barnabörn og foreldra sem eru farnir að reskjast. Við eigum fatlaðan strák sem er á góðum stað í skóla og íþróttaiðkun er með bestu aðstöðu sem hugsast getur í göngufæri frá heimili okkar. Hann æfir sund með íþróttafélagi fatlaðra, dreymir um að komast á ólympíumót fatlaðra og leggur gríðarlega mikið á sig. Við förum ekkert í einhverja óvissu út í heimi þegar þetta er draumurinn hans. Eiginkona Adolfs Inga heitir Þórunn Sigurðardóttir, kölluð Systa. Hún er Akureyringur að uppruna og starfar sem hárgreiðslumeistari á Spörtu á Laugarásvegi 1. En hvaðan er Adolf Ingi sjálfur? „Ég er fæddur hér í Reykjavík og átti heima fyrstu árin á Bergstaðastræti. Svo byggðu mamma og pabbi hús í Túnunum í Garðabæ en skildu stuttu seinna. Mamma kynntist stjúpa mínum sem er Svíi og var yfirverkfræðingur við byggingu álversins í Straumsvík. Þau stungu af til Svíþjóðar og ég tekinn með, þá sex ára. Það má eiginlega segja að mér hafi verið rænt. Ég vissi ekkert fyrr en ég var kominn inn í flugvél á leið til Stokkhólms. Vélin millilenti í Ósló og til að róa mig var keyptur handa mér Batman bíll og ísbjörn. Við komum seint að kvöldi til Stokkhólms. Ég man enn að á leið frá flugvellinum til borgarinnar sá ég skilti sem á stóð 130 og ég hugsaði: Vá, það má keyra á 130 hérna! Það tók auðvitað sinn tíma að aðlagast lífinu í Svíþjóð og ég saknaði pabba.“ Í Svíþjóð bjó Adolf í fimm ár en sumarið 1974 ákváðu móðir hans og stjúpi að flytja heim til Íslands og hann til pabba síns. „Pabbi bjó þá á Akureyri. Hann var klæðskeri og vann í herrafatadeild KEA. Ég flutti til hans og stjúpu minnar sumarið 1974, 12 ára gamall,“ rifjar hann upp.Fékk stóra lottóvinninginn Athygli vakti þegar Adolf Ingi talaði sænsku eins og innfæddur við Svíann Lars Lagerbäck. Skyldi hann halda sænskunni svona vel við frá því hann var barn í Svíþjóð? „Já, ég hef gaman af tungumálum og nýt líka góðs af því að eiga sænskan stjúpa,“ segir hann. „Svo býr systir mín líka úti. En það liðu 13 og hálft ár frá því ég flutti til Íslands þar til ég fór til Svíþjóðar aftur. Það var svolítið dramatískt. Ég átti nefnilega svo góða vinkonu þarna úti þegar ég var barn, við vorum eins og samloka, alltaf saman í skólanum og annað hvort fór ég með henni heim á eftir eða hún með mér. Vorum ofboðslega náin. Allt í einu stóðum við frammi fyrir því að þurfa að skilja, hágrátandi og lofandi hvort öðru því að sjást næsta sumar. Svo liðu þrettán og hálft ár þangað til við hittumst næst. Þá átti ég orðið fjölskyldu en dreif mig til Svíþjóðar og hitti systur mína og þessa gömlu vinkonu.“ Þú hefur semsagt fundið þína konu á Akureyri í millitíðinni? „Já, ég fékk stóra lottóvinninginn haustið 1978, tæpri viku eftir að ég varð 16 ára. Þá byrjuðum við Systa saman og erum búin að vera saman í 35 ár. Við eignuðumst dóttur tveimur árum síðar, þegar hún var sextán, var kasólétt í 9. bekk - dóttir yfirkennarans. Ég hef alltaf sagt „Ef þú ætlar að gera skandal, þá hafðu hann almennilegan!“ Ég kláraði menntaskólann fyrir norðan og fór síðan suður að læra ensku í háskólanum og bjó hjá mömmu. Það var haustið 1983. Ári síðar fluttu mæðgurnar suður. Ég ætlaði að klára háskólann og Systa hárgreiðsluna en við erum hér enn.“ Elsta dóttir Adolfs Inga heitir Elva Dröfn. Marinó Ingi er næstur og Þórkatla Ragna yngst. „Það liðu sextán ár á milli fyrsta og annars barns. Svo sex ár. Þá vorum við komin úr því að vera fáránlega ungir foreldrar yfir í að vera næstum eins og afi og amma þegar við vorum að sækja Þórkötlu Rögnu á leikskólann,“ segir Adolf Ingi og sýnir mér mynd af þeim Systu með frumburðinn, þegar þau sjálf voru börn.Páll með frítt spil En aftur að Ríkisútvarpinu. Adolf Ingi telur ohf væðinguna hafa verið óheillaskref. „Páll Magnússon útvarpsstjóri sótti það stíft að Rúv yrði breytt í opinbert hlutafélag. Eftir það sýnist mér og fleirum að hann hafi fengið frítt spil til að reka það eins og eigið fyrirtæki. Andrúmsloftið hefur mikið breyst. Okkur var sagt frá upphafi að við ættum að sætta okkur við lægri laun en á frjálsa markaðinum af því að réttindin væru svo mikil. En þegar fyrirtækið varð hlutafélag fuku réttindin út um gluggann. Eftir tuttugu og tveggja ára starf er ég með þriggja mánaða uppsagnarfrest og ég var á fyrirframgreiddum launum þannig að í raun eru þetta tveir mánuðir og enginn biðlaunaréttur eins og fyrir breytinguna,“ lýsir hann. Ýmislegt fleira telur hann gagnrýnisvert við stjórnun Páls á RÚV. Eitt af því er að dóttir hans, Edda Sif, skyldi vera þar við störf. „Bara svo það komi skýrt fram þá erum við Edda Sif náskyld og ég er búinn að fylgjast með henni frá fæðingu. Hún er flott, klár og dugleg stelpa og hefur staðið sig með sóma,“ segir hann. „Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að á meðan pabbi hennar er æðsti stjórnandi Ríkisútvarpsins hafi hún ekki átt að vinna þar, sama hversu vel hún gerði. Öll upphefð hjá henni olli tortryggni þannig að hún var ekki í eðlilegri stöðu. Yfirmenn hennar voru ekki í eðlilegri stöðu því hvernig áttu þeir að tækla það ef eitthvað kom upp á? Samstarfsmenn voru ekki í eðlilegri stöðu heldur ef eitthvað gerðist milli þeirra og hennar, eins og dæmi sýndi. Páll virðist ótrúlega blindur fyrir ýmsu sem snýr að honum. Ég held að ekkert eitt atriði hafi skaðað Ríkisútvarpið eins mikið og Audi-jeppinn sem hann hékk á eins og hundur á roði og var orðinn táknmynd spillingar og bruðls í þjóðfélaginu.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira