Formúla 1

Grosjean refsað fyrir áreksturinn

Birgir Þór Harðarson skrifar

Romain Grosjean, frakkinn ungi hjá Lotus, verður færður aftur um tíu sæti á ráslínu í Kanada eftir tvær vikur. Hann hlýtur þessa refsingu fyrir að hafa ekið aftan á Daniel Ricciardo á Toro Rosso í Mónakó í dag.

Áreksturinn skrifast einfaldlega á klaufaskap Grosjean sem gáði ekki að sér og missti af bremsupunkti sínum með þeim afleiðingum að hann ók aftan á, og upp á, Toro Rosso-bíl Ricciardo. Báðir féllu úr leik vegna slyssins.

Kimi Raikkönen, hinum ökumanni Lotus, var ekki refsað en hann var kallaður á fund dómara eftir kappaksturinn í dag vegna þess að hann ók hraðar en ætlast er til á meðan öryggisbíllinn var í brautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×