Verk Kjarval til sýnis í St. Pétursborg Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 14:53 Albert Jónssyni sendiherra Íslands í Moskvu, Ólafur Ragnar Grímsson og HafþóriYngvason safnstjóra Listasafns Reykjavíkur við opnun sýningarinnar í St. Pétursborg í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925. Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði í dag yfirlitssýningu á verkum Kjarvals á Þjóðarsafninu í St. Pétursborg. Um er að ræða eitt helsta safn Rússlands sem hefur yfir að ráða tveimur glæsilegum sýningarsölum. Kjarvalssýningin er haldin í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg að undirbúningi sýningarinnar. Tilefni sýningarinnar er að í ár eru liðin 70 ár frá því að formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Sýningin samanstendur af lykilverkum Kjarvals, yfir 40 málverkum og teikningum, mestmegnis úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir listfræðingur. Dr. Evgenia Petrova, aðstoðarstjórnandi fræðilegra rannsókna sér um skipulag sýningarinnar fyrir hönd Þjóðarsafnsins. Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri menningar-og ferðamálasviðs flutti ávarp á opnunni. Sönkonan Diddú og Jónas Ingimundarsson píanóleikari fluttu tónlist. Á sýningunni verða verk sem sýna túlkun Kjarvals á hraunbreiðum og fjallalandslagi Íslands. Einnig má sjá verk þar sem hann tvinnar saman landslagi og vætti í dularfulla og margræða heild. Teikningin var undirstaða listsköpunar Kjarvals og á sýningunni eru, auk fjölda olíumálverka, teikningar sem auka skilning á tjáningarríkri og frumlegri nálgun hans. Á sama tíma og Kjarvalssýningin stendur yfir í St. Pétursborg verður haldin sýning á verkum eins helsta listamanns Rússlands, Alexander Rodchenko, á Kjarvalsstöðum, en sú sýning opnar þann 5. október. Rodchenko lagði í raun grunninn að rússneskri nútímalist og var fremsti ljósmyndari og grafískur hönnuður Rússlands. Hann fæddist í St. Pétursborg árið 1891 og er því samtímamaður Kjarvals, sem fæddist 1885. Hann var málari að mennt en sneri sér alfarið að ljósmyndun árið 1925.
Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira